Rökkur - 01.06.1952, Síða 85
RÖKKUB
133
„Eg skil hvað þú ert að fara, en þetta er allt svo flókið,
svo að eg er smeykur um, að þú verðir að reyna að útskýra
það betur. Hvaða hlutverk ætlarðu mér til dæmis — og hve-
nær á að inna það af hendi?“
„Kæri Alfreð, þú ert í meiri hættu en nokkur annar — og
það er því eigi lítið undir því komið fyrir þig, að allt heppnist
vel. Færð þú því hlutverk, sem réttmætt er, að þú innir af
hendi, og hefir sérstaka hæfileika til. Og þú byrjar á morgun,
tekur þér stöðu bak við tré eða girðingu —“
„Tré — limgirðingu?“
„Þú hefir góða sjón, Alfreð, og þú ert góð skytta."
„Nei,“ stundi Bellenger upp, og var sem honum hefði verið
greitt þungt högg. Hann varð náfölur og bætti við titrandi
röddu:
„Eg er nógu djúpt sokkinn þegar, nei, segi eg, nei —“
„Heimskingi,“ sagði Twiley markgreifi, af fyrirlitningu, en
mjúklega sem fyrr. „Ætlarðu að láta þennan miskunnarlausa
harðstjóra varpa þér í fen smánar og vanheiðurs, svo að verra
væri en dauðinn. Ætlarðu að bíða eftir því, að þú verðir dreg-
inn til gálg —“
Hann þagnaði snögglega, en Bellenger rak upp veikt óp,
og leit til dyra óttasleginn. Það var barið veikt að dyrum.
„Farðu í helvíti, seztu upp, maður,“ sagði Twiley valds-
mannlega, en lágum rómi. „Vertu rólegur, fylltu glas þitt og
drekktu. Og meðan Bellenger gerði svo, hallaði Twiley sér
virðulega aftur í stólnum og kallaði:
„Kom inn!“
Inn kom þjónn nokkur og hneigði sig, fyrst fyrir Twiley,
og þar næst fyrir gesti hans.
„Herra markgreifi, leyfið mér að tilkynna yður, að Scrope
lávarður bíður niðri. Hann vill óður og uppvægur hafa tal
ai' yður, en eg sagði honum, að gestur væri hjá yður, en
hann —“
Þjóninn lauk ekki við setninguna, því að inn óð Ralph, ryk-
ugur og auðsjáanlega nýstiginn af hestbaki — og var hann
þegar alldrukkinn orðinn.“
„Ha, Twiley,“ sagði hann drafandi röddu, „þarna eruð þér,
kátur eins og vanalega, með flöskuna fyrir framan yður, og
ræðið við góðan vin, og hér er eg, einmana, eins og vanalega,
svo að eg hefi komið — til þess að þiggja boð yðar frá í dag.“