Rökkur - 01.06.1952, Síða 154
202
RÖKKUR
líka,“ sagði jarlinn dapurlega, en í sama bili var kallað hressi-
legri röddu í nokkurri fjarlægð:
„Hæ, Sam — gamli skipsfélagi —“
Og eftir nokkur augnablik var Ned kominn og hresstist
Sam allur við komu hans.
„Enginn árangur enn, Sam?“
„Enginn.“
„Jæja, missum ekki móðinn, máninn kemur upp hvað líð-
ur — og dagur rennur áður en hann kveður. Tom kom
með mér og öldungurinn faðir hans á einum plóghestinum."
Og svo var leitinni haldið áfram. Brátt var allt vafið bleiku
mánaskini, og ljóskeranna var ekki þörf lengur, nema ef
skyggnzt var inn í hella, niður í gjótur eða inn í runnaþykkni.
En árangur varð enginn af leitinni.
Loks reis sól í austri og varpaði sínu rósrauða gliti á him-
in, hauður og haf. Sam, Ned og Chalmers riðu fram á höfða
við sjóinn og var Sam í miðið. Svipur hans bar því vitni, að
hann hafði glatað allri von um að finna drenginn. — Hann
leit í kringum sig. Hvert sem litið var sá hann þreytta leitar-
menn, sem höfðu varpað sér niður þarna á ströndinni.
„Jæja,“ sagði Ned, „hvað skal nú til bragðs taka?“
„Þú skalt fara heim, Ned, og sofa. Eg er þér af hjarta þakk-
látur.“
„En hvað ætlar þú að gera, Sam?“
„Eg leita áfram meðan eg má uppi standa, en nú skulum
við skreppa til næsta gistihúss og matast.“
„Og þér, herra minn?“ sagði Ned í spurnartón við hinn
þögla mann, sem hafði annan handlegg sinn hulinn til hálfs
við barm sinn.
„Eg kalla saman menn mína og held leitinni áfram í grennd
við Wrybourne.“
„Fyrir viðleitni yðar mín vegna, Chalmers, vildi eg —“
„Ekki yðar vegna, lávarður minn, heldur vegna — allra
barna — vildi eg leggja mig fram — og einkum vegna barns,
sem nýlega varð á vegi mínum og vakti mig til nýrrar um-
hugsunar um lífið. Vegna yndisleiks og sakleysis þess barns,
litillar telpu, skal eg leita meðan eg má uppi standa að syni
yðar — og falli barnsræninginn í mínar hendur, mun eg sjá
um, að hann geri ekki illt af sér framar.“
Og Sir Róbert Chalmers reið á burt í skyndi og reið hart
meðan til hans sást.