Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 167
R Ö K K U R
215
um vafa um hver það var, sem nálgaðist —■ Anna frænka
og engin önnur.
Er hann leit upp horfði hann í augu hennar.
„Nú, það eruð þér, frú Leets — einu sinni, endur fyrir löngu
átti eg hauk í horni þar sem þér voruð.“
„Já, Ralph lávarður, þér voruð einmana barn, vanrækt af
föður sínum — og nú hafið þér ekki vit fyrir sjálfum yður
— þér eruð alls ekki ferðafær.“
„Frú Leets, trúið mér, eg kemst leiðar minnar — verð að
komast leiðar minnar — ef eg bara kemst á bak.“
„Gjarnan vildi eg styðja yður,“ sagði Anna frænka, en er
hún fann hve erfitt var að styðja hann, reyndi hún enn að fá
hann til þess að halda kyrru fyrir.“
„Og jarlsfrúin bað mig að segja —“ sagði hún.
„Látið það kyrrt liggja, frú Leets —“
„— að hún sé yður af hjarta þakklát — og hún muni ávallt
biðja fyrir yður.“
„Og það ætti kannske að geta orðið til bjargar — jafnvel
manni eins og mér. Eg býst við — kannske — að eg sé hjálpar
þurfi nú.“
„Já, Ralph lávarður.“
„Ekki vegna þess, að eg fékk þetta sár á öxlina, heldur —“
„Eg veit vel við hvað þér eigið.“
„Já, það hefir alltaf verið svo, frú Leet, að það þurfti ekki
að skýra neitt fyrir yður — eg man í gamla daga, ef eitthvað
bjátaði á, þá lá alltaf allt ljóst fyrir yður, þótt maður segði
ekkert.“
„Og nú, segi eg yður, vegna þessarra „gömlu daga“ — að
ef þér farið heim munuð þér aðeins finna þar — tómt hús.“
„Ó,“ sagði hann eins og stunginn rýtingi, „þér eigið við, að
hún sé þar ekki — þar sé því — ekkert heimili?“
„Hún er ekki þar, lávarður minn.“
„Já, eg þarf víst ekki að furða mig á þessu, en viljið þér
ekki sleppa lávarðstitlinum og þúa mig og kalla mig Ralph,
eins og í gamla daga, þegar eg var — kannske — ekki svo
nijög slæmur strákur?“
„Það skal eg gjarnan gera, Ralph, því að þú ert enn í mínum
augum ekki svo m.jög slæmur drengur, og því bið eg þig að
ríða ekki heim, þar sem tómleikans bragur er á öllu — og svo
er þetta ljáta sár, — bíddu heldur hérna.“
„Get það ekki, — annað mun eg leita — og nú mun eg prófa