Rökkur - 01.06.1952, Side 349
ROKKUR
397
„Þér — þér hafið misskilið hann, herra,“ sagði hún loks,
,,þér hljótið að hafa misskilið hann.“
„Ó, nei, það gerði eg ekki, því að oft ræddi hann um systur
sína. Katrín heitir hún og er nauðalík honum. Þegar faðir
hennar kastaði trúnni hvikaði hún ekki — og hann veit, að
þessi fimm ár, sem síðan eru liðin hefir hún aldrei hvikað.
Er — er þetta ekki rétt, — Katrín?“
„Herra, þér vekið furðu mína, er eg svo illa dulbúin?“
„Nei, alls ekki, og mig mundi ekki hafa grunað neitt, hefði
eg ekki fyrst ætlað yður vera bróður yðar. Og er eg svo kom
nær hefði eg talið víst, að þér væruð tvíburabróðir hans, hefði
eg ekki vitað að hann átti ekki neinn bróður. En svo komuð
þér upp um yður?“
„Hvernig þá?“
„Er þér rædduð um útlit Francis Edwards — þá sagði eg við
sjálfan mig, að það væri samúð stúlku, sem þarna hefði komið
fram. Og við að gefa yður nánari gætur sannfærðist eg um,
að grunur minn var réttur.“
„Mér fannst hyggilegast að klæðast karlmannsfötum, þar
sem eg þurfti að ferðast svo langt ein. Eg klæddist fötum bróð-
ur míns.“
„Hann verður alveg steinhissa — þetta kemur honum sannar-
lega óvænt — en hvers vegna fóruð þér að heiman, þessa löngu
leið, til þess að finna hann?“
Katrín hikaði.
„Eg vildi helzt ekki segja frá því — að minnsta kosti vildi
eg segja honum það fyrst.“
Félagi hennar spurði hana einskis frekara og brátt blasti
þorpið Halfnakade við augum.
46.
Þau héldu rakleiðis til gistihússins og Katrínu til undrunar
virtist gestgafinn búast við þeim. Hann bauð þeim þegar inn
í einkastofu.
„Þegar herra Philips kemur, eftir eina klukkustund eða svo,
skuluð þér vísa honum hingað og segja honum, að tvíbura-
bróðir hans bíði hans hér.“
Þegar gestgjafinn var farinn, sagði maðurinn:
„Þér verðið að muna, að bróðir yðar er nú James Philips —
og þér — John Philips skulum við segja.“