Rökkur - 01.06.1952, Síða 318
366
RÖKKUR
35.
Það var fyrst nú, sem hún áræddi það. Hún hafði ekki átt
styrk til þess fyrr en nú. Það var skylda hennar sem dóttur
að lesa bæn við líkbeð hans.
Lík hans lá í rúmi í einu gestarherberginu. Hún gekk þang-
að inn. Við fótagaflinn logaði á nokkurm kertum. Það var
hægt að grafa menn eftir hinum gömlu siðvenjum, en hver
mundi þora að bregða út af þeirri venju að láta loga ljós,
þar sem látinn maður hvíldi á beði. Hádegisbirtuna lagði inn
á rúmið, gegnum glugga með nútíma sniði, sem hann sjálfur
hafði látið byggja. Hún áræddi ekki að lyfta lakinu af höfði
hans. Henni þrengdi að hjarta og hún kraup á kné og baðst
fyrir. Hún hafði yfir vísuorð, sem komu fram í hugann, og
henni fanst við eiga á þessu augnabliki. Þarna lá faðir hennar,
aðals- og heiðursmaður, fórnardýr, kokkáll — bezti faðir og
bezti maður, sem nokkurn tíma hafði lifað. Tárin síuðust fram
milli fingra hennar. — Ó, faðir, faðir — hún hugsaði um hve
glöð þau voru, er þau dönsuðu rælinn í brullaupi Olivers
Harmans — hvorugt vissi neitt um yfirvofandi vansæmd húss-
ins. — Oxenbrigge — líkami hennar titraði, þar sem hún kraup,
er illar hugsanir svifu á loft sem leðurblökur. Það var ógur-
legt um að hugsa, að hún hafði næstum fest ást á þessum manni,
að hana hafði dreymt um að strjúka hið dökka hár hans, að
hún hvíldi í örmum hans og að hann þrýsti brennandi kossi á
varir hennar — nú hryllti hana við þessum draumum, sem
hana hafði dreymt í sakleysi og einfeldni — hún varð að hrista
af sér þessi áhrif. Hún mátti ekki hugsa frekar um Oxen-
brigge eða móður sína. Mikið hafði hún brotið af sér gagnvart
föður sínum, sem hún vogaði að segja um, að hann hefði hætt
að elska hana. Hann hafði elskað hana, á sinn einfalda, hrjúfa
hátt, eins og hann elskaði þau öll. Það yrði að syngja messu
fyrir sálu hans. Hann hafði dáið án öryggis þeirrar trúar, sem
hann hafði hafnað, en kannske höfðu þjáningar hans seinustu
augnablik ævi hans þurkað burt syndir hans — hún yrði að
biðja fyrir sálu hans.
Hún sagði Dirige og De Profundis og reis upp án
þess að líta á hann og gekk út.
Er út kom mætti hún Robert Douce.
Hún hafði gleymt honum og það kom ónotalega við hana