Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 14
levti, varð dagsins minnzt á nokkuð annan hátt en upphaflega var
ætlað. Lagðir voru blómsveigar á leiði látinna forustumanna íþrótta-
hreyfingarinnar, þeirra Axels Tuleniusar, Guðmundar Bjömsonar,
Matthíasar Einarssonar og Björns Bjarnasonar frá Viðfirði. Um kvöld-
ið tók framkvæmdastjórnin á móti gestum í Tjarnarkaffi. Fjöldi lands-
þekktra manna og íþróttafrömuða mætti þar og færði ISI árnaðaróskir.
Þá bárust blóm og heillaskeyti, margar góðar gjafir voru ISI gefnar
í tilefni afmælisins og því margvíslegur sómi sýndur. Þá hafði verið
útbúin samfelkl dagskrá um sögu sambandsins, og var hún flutt í út-
varpinu um kvöldið.
Hinn 9. okt. 1951 skipaði framkvæmdastjórnin nefnd til að undir-
búa og sjá um afmælismót í júní 1952. Nefndina skipuðu: Jón Magnús-
son, formaður, Garðar S. Gíslason, Brynjólfur Ingólfsson, Brandur
Brynjólfsson og Helgi S. Jónsson.
Ætlunin var, að afmælismót þetta færi fram á Þingvöllum, en að
athuguðu niáli var horfið frá því og mótið haldið í Reykjavik dag-
ana 21.—23. júní. Var dagskrá mótsins mjög fjölbreytt. Mesta athygli
vakti keppni Reykvíkinga og utanbæjarmanna í frjálsum íþróttum, sem
var nýbreytni. I sambandi við leikskrá afmælismótsins var gefið út
smárit, sem í var m. a. ágrip af sögu ISI í 40 ár.
Eigi er því að leyna, að afmælismót þetta var ekki að öllu í sam-
ræmi við vonir þær, sem við það voru tengdar. Þátttaka í sumum
íþróttagreinunum var lítil og þá sérstaklega í Islandsglímunni, þar
sem 14 keppendur voru skráðir, en 4 mættu til leiks. Þá voru áhorf-
endur eigi nógu fjölmennir. En þótt svo tækist til, verður nefnd sú,
sem sá um undirbúning og framkvæmd mótsins, eigi um það sökuð.
Nefndin vann mikið og óeigingjarnt starf og gerði allt, sem hún megn-
aði, til þess að mótið yrði íþróttasambandinu til sem mests sóma í
tilefni þessara merku tímamóta.
Heiðursgjafir
Heiðursfélagi ISI var Jóhannes Jósefsson glímukappi kjörinn í til-
efni af 40 ára afmæli ÍSÍ 28. jan. 1952.
Þessir menn hafa verið særndir gullmerki sambandsins:
Sigurjón Sigurðsson skrifstofustjóri, Alafossi, í tilefni 60 ára afmæl-
is hans 20. júní 1951.
Jón Mathiesen kaupmaður, Hafnarfirði, í tilefni 50 ára afmælis hans
27. júlí 1951.
12