Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 159
fagna meðal samherjanna. Leikurinn . . einkenndist af ónákvæmum
langspyrnum, sanrherjar virtust ekki vita hver af öðrum og sendu knött-
inn eitthvað frá sér hugsunarlaust . . Ekki vantaði hraðann . . ef knatt-
meðferðin og getan hefði verið í samræmi við hann . . hefði verið um
góðan leik að ræða.“ (Alþ.).
Valur 0 — Akranes 1 10/6
„. . talið var, að hann væri raunverulega úrslitaleikur mótsins, enda
mjög vel sóttur þrátt fyrir óhagstætt veður. . . skemmtilega leikinn á
báða bóga, prúður og jafn. . . almennt talið, að þeir rnuni halda Islands-
meistaratitlinum að þessu sinni, en rétt að hafa í huga, að margt
óvænt getur gerzt í knattspyrnu, og enn eiga Akurnesingar eftir að
leika við KR og Víking. . . langbezti leikur íslenzkra liða, það sem af
er nú. Sókn á víxl með góðum og öruggum knattsendingum." (Alþ.).
„Akranes vann Val, 1:0. Voru þetta úrslit Islandsmótsins? Þó veður-
skilyrði væru ekki sem bezt, þá var leikur hinn bezti fyrir margt, hann
var fjörugur og hressilega leikinn. Akumesingar voru þó frískari og
fljótari til, og má segja, að það hafi gert gæfumuninn . . Ahlaup
þeirra voru hættulegri og skotin á markið fleiri en Vals . . áhlaupin
skiptust nokkuð á og lítið urn að „pressað“ væri til lengdar. Samleikur
Ak. var öruggari, framverðir þeirra höfðu betra vald á miðju vallar-
ins og gátu þaðan byrjað rnargt áhlaupið. Að vísu gengu framverðir
Vals ekki heilir til hildar, því að Halldór Ilalldórsson var haltur og
ekki búinn að ná sér eftir meiðsli í vor og Gunnar Sigurjónsson ekki
beill heldur eftir Brentfords-leikinn. Eftir leikjum þessa móts mætti
láta sér detta í hug, að þessi leikur hefði verið úrslitaleikur, og KR
°g Víkingur verða að breyta til frá síðasta leik þeirra, ef þau ætla að
sigra þetta ágæta Akraneslið . .“ (Þj.).
KR 1 — Valur 1 12/6
„annar leikur Reykjavíkurfélaganna í mótinu, og vissulega var hann
°Hkt skemmtilegri en sá fyrsti, KR—Víkingur, en þrátt fyrir það nokk-
uð þófkenndur, og mörg góð tækifæri fóru forgörðum. Samleikur úti
a vellinum var allgóður á báða bóga, en þegar reka átti endahnútinn
a sóknina með markskoti, fór allt fyrir utan og ofan. Þetta er gamla
sagan: Hvenær kemur að því, að knattspyrnuliðin hér eignast skyttur,
sem eitthvað kveður að? KR-liðið var sýnu snarpara í leik þessmu.
157