Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 146
Leikir þessir voru mjög skemmtilegir og tilþrifaríkir, og bar öllum áhorf-
endum saman um, að slíkir leikir ættu að fara fram ár hvert.
A þetta sama mót var boðið karla- og kvennaliðum frá Keflavík, og
kepptu þau á móti Fram í kvennafl. og Val í karlafl.
Leikar fóru þannig: Kvennafl.: KF'K—Fram 0:12. 1. fl. karla: KFK
—Valur 4:12. Úrvalið—Pressan 16:12.
Seinni hálfleik Úrvalsins og Pressunnar var útvaroað, og lýsti Sigurð-
ur Magnússon leiknum.
AFMÆLISMÓT ÍSÍ. í tilefni af 40 ára afmæli ÍSÍ var háð hand-
knattleikskeppni milli Austurbæjar og Vesturbæjar í meistarafl. kvenna.
Leikurinn fór fram 23. júní á íþróttavellinum í Revkjavík. Leiknum
lauk með sigri Austurbæjar, 8:4.
HRAÐKEPPNISMÓT HKRR fór fram 1. og 2. nóv. Sá siður hefur
verið hafður á að byrja starfsárið með þessu móti, og hefur aðeins
verið leikið í meistarafl. karla og kvenna.
Leikar fóru þannig:
Meistarafl. kvenna: Fram—KR 3:2, Fram—Armann 5:4.
Fram vann með 4 stigum.
Meistarafl. karla: Ármann—ÍR 10:7, Valur—KR 4:3, KR—Fram 8:4,
Ármann—Þróttur 6:2, Valur—Víkingur 8:5, Valur—Ármann 7:4, Þrótt-
ur—Afturelding 5:1.
Valur vann með 6 stigum.
HANDKNATTLEIKSMEISTARAMÓT REYKJAVÍKUR fór fram
dagana 10.—23. nóv. í meistarafl. karla, en 26.—30. nóv. í hinum flokk-
unum. En sökum óviðráðanlegra aðstæðna varð að fresta seinni hluta
mótsins um nokkurn tíma, og mátti þá greinilega sjá, að liðin voru ekki
í eins góðri þjálfun og þegar mótið hófst.
Leikar fóru þannig:
Meistarafl. karla: ÍR—Valur 5:5, Valur—Ármann 14:11, KR—Þróttur
10:6, Fram—Valur 6:10, Víkingur—Ármann 9:12, Ármann—ÍR 11:10-
Fram—ÍR 5:12, KR—Víkingur 7:7, Þróttur—Víkingur 4:14, ÍR—Þróttur
4:4, Valur—KR 6:8, Fram—Víkingur 13:11, Ármann—Fram 10:3, Ár-
mann—KR 7:7, ÍR—KR 3:11, Fram—KR 8:9, Valur—Þróttur 8:0, Ármann
—Þróttur 10:9, Þróttur-Fram 6:13, Valur-Víkingur 11:14, ÍR-Víking-
ur 5:2.
144