Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 87
Óskarsson, T, 55,70 m.; 2. Kári Óskarsson, T, 46,60 m.; 3. Ólafur
Þórðarson, F, 43,42 m. — 4x100 m. boðhlaup: 1. Sveit Fáskrúðsfjarðar
47,8 sek.; 2. Sveit Týs 48,0 sek. — Stangarstökk: 1. Kristleifur Magnús-
s°n, T, 3,54 m.; 2. ísleifur Jónsson, T, 3,23 m.; 3. Friðrik Hjörleifs-
s°n, T, 3,15 m.; 4. Sigurður Haraldsson, F, 3,15 m. — 3000 m. hlaup:
1- Bergur Hallgrímsson, F, 9:37,7 mín. (Austurlandsmet); 2. Níels
Sigurjónsson, F, 10:16,0 mín.; 3. Guðmundur Hallgrímsson, F, 11:02,0
mín. — Langstökk: 1. Kristleifur Magnússon, T, 6,40 m.; 2. Adolf
Óskarsson, T, 6,10 m.; 3. Guðmundur Vilhjálmsson, F, 6,05 m. —
400 m. lilaup: 1. Guðmundur Vifhjálmsson, F, 53,4 sek.; 2. Rafn Sig-
nrðsson, F, 54,8 sek.
Utanfarir og önnur keppni íslendinga
erlendis 1952
Ólympíuförin
Hinir XV. Ólympísku leikar síðari tíma voru haldnir í Helsinki,
höfuðborg Finulands, dagana 19. júlí til 3. ágúst.
A fundi sínum 8. júlí samþykkti Olympíunefnd Islands endanlega
40 frjálsíþróttakeppendur til fararinnar. Aðalfararstjóri flokksins var
kjörinn Jens Guðbjörnsson, en þjálfari liafði verið ráðinn Benedikt
Jakobsson. Flokksstjóri, kjörinn af stjórn FRÍ, var Garðar S. Gíslason,
iormaður FRÍ.
Flokkurinn flaug utan aðfaranótt 17. júlí, að undanskildum Erni
Clausen, sem farinn var á undan til að dvelja við þjálfun á íþrótta-
skólanum í Vierumáki í boði frjálsíþróttasambandsins finnska.
Islenzka liðið skipuðu eftirtaldir menn:
1. Benedikt G. Waage, formaður Ólympíunefndar Islands. Hann
sótti leikana og sat jafnframt þing Alþjóða-Ólympíunefndarinn-
ar sem fulltrúi í nefndinni.
2. Jens Guðbjörnsson, er var fararstjóri.
3. Garðar S. Gislason, formaður FRÍ, er var flokksstjóri.
4. Benedikt Jakobsson, þjálfari FRÍ.
5. Asmundur Bjarnason, keppandi í 100 m. og 200 m. hlaupum
auk 4x100 m. bóðhlaups.
6. Friðrik Guðmundsson, keppandi í kringlukasti.
85