Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 91
slitum og hljóp hér á 10,4 sek., sem var sami tími og 3. maður fékk.
Hörður hljóp í 1. riðli 200 m. hlaupsins og var þar 4. af 4 kepp-
endum á 22,4 sek., sama tíma og 3. maður.
Pétur Fr. Sigurðsson hljóp í 10. riðli 100 m. hlaupsins og varð þar
5. að marki af 6 keppendum á 11,3 sek. Riðilinn vann Art Bragg,
USA, á 10,5 sek.
Guðmundur Lárusson hljóp í 8. riðli 400 m. hlaupsins og varð þar
4. að marki af 6 keppendum á 49,7 sek. Riðilinn vann Geister, Þýzkal.,
á 47,9 sek. í 800 m. hlaupinu lenti Guðmundur í 8. riðli. Þann riðil
vann ElMabrouk, Frakkl., á 1:52,0 min., en Guðmundur varð 7. á
1:56,5 mín.
Kristján Jóhannsson lenti í 3. riðli 5 km. hlaupsins og varð 14. að
marki á 15:23,8 mín., en riðilinn vann Anufrijev, Rússlandi, á 14:23,6
nún. í 10 km. hlaupinu varð Kristján 26. að marki á 32:00,0 mín.,
sem er liðlega mínútu undir gildandi ísl. meti. Keppendur voru 32,
sem luku hlaupinu.
Ingi Þorsteinsson keppti í báðum grindahlaupunum, lenti í 6. riðli
110 m. gr., sem Barnard, USA, vann á 14,4 sek., en Ingi varð 4.
®f 6 keppendum á 15,6 sek. I lengra grindahlaupinu hljóp Ingi í 2.
riðli á 56,5 sek. Lunev, Rússl., vann riðilinn á 54,3 sek.
Torfi Bnjngeirsson keppti í stangarstökki og komst slysalaust yfir
lágmarkshæðina til þátttöku í aðalkeppninni, sem var 4 m. í aðalkeppn-
inni tókst honum ekki upp og komst aðeins 3,95 m. og varð 14,—15.,
jafn Grikkjanum Efstahiadis. Næsta hæð, sem Torfi reyndi við, var
4,10 m.
Friðrik Guðmundsson keppti í kringlukasti og náði í forkeppninni
45,00 m. og skorti því réttan einn metra til að komast £ aðalkeppni.
Þorsteinn Löve keppti í kringlukasti og kastaði í forkeppninni 44,78
m. og komst því ekki í aðalkeppnina.
Orn Clausen var skráður til keppni í tugþraut, en keppti ekki vegna
meiðsla.
Boðhlaupssveit. íslendingar höfðu tilkynnt þátttöku sína í 4x100
m. boðhlaupi. Þar sem hvorki Guðmundur né Torfi treystust til að
hlaupa, varð það úr, að Ingi hljóp fyrsta sprettinn, þá Pétur, Hörður
°g Asmundur. Skiptingarnar voru afleitar, og var sveitin dæmd úr leik
fyrir ólöglega skiptingu. Rússar unnu riðilinn á 41,3 sek., en íslending-
arnir hefðu aðeins þurft að hlauna á 42,8 til að komast í undanúrslit.
Uar þetta þungbærasta áfallið, sem íslenzku áhorfendurnir í Helsinki
fengu.
89