Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 21
Þorsteinn Bernhardsson, ritari, Jens Guðbjömsson, gjaldkeri, Þorgils
Guðmundsson, fundarritari, Einar B. Pálsson, Garðar S. Gíslason, Erl-
ingur Pálsson, Þorgeir Sveinbjarnarson, Bragi Kristjánsson, Gísli Hall-
dórsson, Jón Sigurðsson.
Nefndin hefur unnið mikið starf, og er að vænta skýrslu frá henni
í byrjun næsta árs. 'Þorsteinn Bernhardsson sagði sig úr nefndinni, og
var þá Bragi Kristjánsson kjörinn ritari í hans stað, og Konráð Gíslason,
sem var 1. varamaður, kom inn í nefndina. Þá sagði Jón Sigurðsson
sig úr nefndinni.
Unglingaráð
A íþróttaþinginu 1951 var framkvæmdastjórninni falið að skipa ungl-
ingaráð. Samþykkti framkvæmdastjórnin á fundi sínum 25. júní 1951
að reyna að fá það unglingaráð, er áður hafði starfað, til þess að vera
áfram, en það tókst ekki. Skipaði því framkvæmdastjómin 20. ágúst
1951 unglingaráð þannig:
Bragi Magnússon, formaður, Baldur Kristjánsson, Karl Guðmundsson,
Guðrún Níelsen, Frímann Helgason, Sverrir Magnússon.
2. apríl 1952 barst framkvæmdastjórninni bréf urn það, að formað-
ur ráðsins, Bragi Magnússon, og ritari, Sverrir Magnússon, hefðu sagt
sig úr ráðinu, þar sem sýnt væri, að miklir erfiðleikar væm fyrir þá
að vera í því, vegna þess að þeir væru báðir búsettir utan Reykja-
víkur (að Jaðri). Illa gekk að fá menn í þeirra stað, svo að það dróst
að endurskipa ráðið þar til 13. okt. 1952. Þá voru skipaðir í það:
Benedikt Jakobsson íþróttakennari, form., og Hallsteinn Hinriksson
íþróttakennari, Hafnarfirði. Að öðru leyti var ráðið óbreytt.
Um starfsemi unglingaráðsins er annars lítið að segja. Fáir fundir
voru haldnir, og átti ráðið örðugt uppdráttar, m. a. vegna tíðra manna-
skipta.
Bókaútgáfunefnd ÍSÍ
I bókaútgáfunefnd ÍSÍ eiga sæti: Þorsteinn Einarsson, formaður,
Kjartan Bergmann, ritari, Jens Guðbjörnsson, gjaldkeri.
Þann 13. des. 1950 var undirritaður samningur við Bókaútgáfu
Menningarsjóðs um útgáfu leikreglna og árbókar íþróttamanna.
Árið 1951 komu út á vegum útgáfunnar þessar bækur:
1. Árbók íþróttamanna 1951.
2. Handknattleiksreglur og Körfuknattleiksreglur karla og kvenna.
19