Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 97
Frá hófi, sem íþróttaíélögin í Lahti héldu keppendum og starfsmönnum eftir
tnótið 29. júlí. Á myndinni sjást Finnar, Japanir, Bandaríkjamenn og Is-
lendingar.
stangarstökk á 4 m. og varð 6. í þrístökki með 14,16 m. — Kristján
Jóhannsson setti nýtt íslenzkt met í 5 km. hlaupi, 15:11,8 mín. Hljóp
Kristján vel, hafði forystuna framan af, en um miðbik hlaupsins tók
Bandaríkjamaðurinn WiUiam Ashenfelter (bróðir ólympíumeistarans)
forystuna. Kristján hljóp 3 km. á 9:02,8 mín. Lauk hlaupinu svo, að
Ashenfelter vann á 15:05,0 mín.; 2. varð R. Nieminen, Finnl., 15:09,6.
Kristján varð 3. — Þorsteinn Löve vann kringlukast með 45,20 m., en
Friðrik Guðmundsson varð 2., kastaði 42,80 m. — Friðrik vann aft-
l|r á móti kúluvarp, varpaði 13,95 m., en Löve varð þar 4. með 13,16
m- — Ingi Þorsteinsson varð 3. í 110 m. grindahlaupi, á eftir brons-
verðlaunamanninum Art Bamard, sem vann á 14,6, og Finnanum
Veikko Suvivuo, sem komst í undanúrslit í Helsinki og hljóp nú á
15,1 sek. Ingi hljóp á 15,8 sek. í úrslitum, en á 15,4 sek. í undanrás.
~ Loks kepptu landamir í 4x400 m. boðhlaupi. Hljóp Pétur fyrsta
sprett (53,4), þá Hörður (50,8), Ingi (51,5) og Bandaríkjamaðurinn
Art Barnard (49,0). Sigraði sveitin á 3:24,7, en Japanarnir urðu 2. með
3:24,9.
Nokkrir íslendingar héldu síðan daginn eftir td Kotka og dvöldu
95
L