Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 185
í ágúst. Meistaraflokkur og I.flokkur KR fóru til ísafjarðar í ág,—sept.,
I. fl. Fram til Akureyrar urn sömu helgi, III. fl. KR fór til Akureyrar
í júlí, III. fl. Vals til Vestmannaeyja í ágúst.
Aukamót og leikir
Reykjavík 2 — Akranes 1
Haustið 1951 varð að samkomulagi milli KRR og Iþróttabandalags
Akraness að stofna til bæjakeppni í knattspyrnu milli Akraness og
Reykjavíkur. Sakir umferðarveiki á Akranesi féll leikurinn niður, en
hann var síðan háður 28. ágúst 1952 og lyktaði með sigri Reykjavíkur,
2:1, eftir fjörugan og skemmtilegan leik. Fyrir Reykjavík skoraði Bjami
Guðnason bæði rnörkin, en Ríkharður Jónsson skoraði fyrir IA úr
vítaspyrnu. Liðin voru þannig:
Reykjavík: Magnús Jónsson (F) — Karl Guðmundsson og Haukur
Bjarnason (F) — Gunnar Sigurjónsson (V), Steinn Steinsson og Steinar
Þorsteinsson (KR) — Bjarni Guðnason (Ví.), Halldór Halldórsson (V),
Sveinn Helgason (V), Gunnar Guðmannsson (KR) og Reynir Þórðar-
son (Ví.).
Akranes: Jakob Sigurðsson — Sveinn Benediktsson, Olafur Vilhjálms-
son — Sveinn Teitsson, Dagbjartur Hannesson, Guðjón Finnbogason
— Þórður Jónsson, Rikharður Jónsson, Halldór Sigurbjörnsson, Pétur
Georgsson, Jón Jónsson.
Vesturbær 4 — Austurbær 1
Hinn 2S. júni fór fram á íþróttavellinum í Reykjavík afmælismót
ISI í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. Meðal atriða mótsins var
knattspyrnukappleikur milli Vestur- og Austurbæjar, og fóm leikar
svo, að Vesturbær sigraði með 4:1.
Þríkeppnin
Síðasta umferð hinnar svokölluðu þríkeppni fór fram um haustið,
en því rniður aðeins með þátttöku Akurnesinga og Vals. Hafnfirðing-
ar> sem verið hafa þriðji aðilinn í keppninni, sáu sér ekki fært að
183
L