Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 120
1932 (Lárus Salómonsson glímukappi íslands;
Þorsteinn Einarsson vinnur Stefnuhornið).
22. Islandsglíman var háð á íþróttavellinum í Reykjavík 27. júní.
Keppendur voru 8. Tveir þeirra meiddust litils háttar og gengu úr
glimunni. Voru það þeir Georg Þorsteinsson, A, og Kjartan Bergmann,
Umf. Stafholtstungna. Úrslit urðu þessi:
Lárus Salómonsson, A, 5 v.; Sigurður Thorarensen, A, 4 v.; Þorsteinn
Einarsson, A, 3 v.; Agúst Kristjánsson, A, 2 v.; en óvíst er um vinninga
Tómasar Guðmundssonar, KR, og Björgvins Jónssonar, KR.
Lárus Salómonsson vann Grettisbeltið og lagði alla viðfangsmenn
sína. Þorsteinn Einarsson hlaut Stefnuhornið. Glíma þessi þótti yfir-
leitt fara vel fram.
1933 (Lárus Salómonsson glímukappi Islands;
SigurSur Thorarensen vinnur Stefnuhornið).
23. Islandsgliman var háð á iþróttavellinum í Reykjavík þann 23.
júní. Keppendur voru 6, 5 frá Glímufélaginu Armanni og 1 frá KR.
Lárus Salómonsson úr Armanni vann Grettisbeltið í annað sinn. Urslit
urðu sem hér segir:
Lárus Salómonsson, 4 v.; Agúst Kristjánsson, 3 v.; Georg Þorsteins-
son, 3 v.; Sigurður Thorarensen, 3 v.; Þorsteinn Einarsson, 2 v.; Hinrik
Þórðarson, KR, 0 v.
Fegurðarglímuverðlaunin, Stefnuhornið, hlaut Sigurður Thorarensen.
1934 (Sigurður Thorarensen glímukappi Islands;
Agúst Kristfánsson vinnur Stefnuhornið).
24. Islandsglíman var háð á íþróttavellinum þann 27. júní. Þátttak-
endur voru 6. Urslit urðu þessi:
Sigurður Thorarensen, A, 5 v.; Agúst Kristjánsson, A, 3 v.; Sigurð-
ur Brynjólfsson, UMFD, 3 v.; Lárus Salómonsson, A, 3 v.; Skúli Þor-
leifsson, 1 v.; Agúst Sigurðsson, KR, 0 v.
Sigurður Thorarensen vann nú Grettisbeltið í 4. sinn, lagði alla við-
fangsmenn sína. Agúst Kristjánsson hlaut Stefnuhomið fyrir fagra glírnu.
1935 (Sigurður Thorarensen glímukappi Islands;
Agúst Kristjánsson vinnur Stefnuhornið).
25. Islandsglíman var háð á íþróttavellinum 1. júlí. Þátttakendui
voru 5, allir frá Armanni. Urslit urðu þessi:
118