Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 172
landsknattspyrnu, viðhafði stuttan, hraðan samleik samfara tíðum skipt-
ingum, skapaði þó ekki tíð tækifæri með þeim. Flest markanna, sem lið-
ið skoraði, komu með skalla eftir sendingar frá útherjum, sem er frekar
ensk aðferð en meginlands. Það var oft gaman að sjá samleik þeirra,
er knötturinn gekk hratt og viðstöðulítið mann frá manni, en honum
hætti um of til þess að verða þversum, og smiðshöggin vantaði tilfinn-
anlega. Varnarleikur liðsins var einnig veikur. Bakverðimir léku þvert í
beinni línu, en notuðu ekki skálínuna eða völdunaraðferðina.
Einstakir leikir fóru þannig:
27. júní: Franr 2 — Rínarlönd 1.
30. júni: KR og Valur 2 — Rínarlönd 5.
2. júlí: Reykjavík 2 — Rínarlönd 3.
4. júlí: Akranes 5 — Rínarlönd 0.
Utanfarir
Utanför XV:
íþróttabandalag Akraness til Noregs og Danmerkur
Föstudaginn 13. júní hélt meistaraflókkur Iþróttabandalags Akra-
ness utan til Noregs í keppnisför. Hefur þá loks orðið úr þeim ásetningi
bandalagsins að senda flokk sinn utan, en í fyrra fórst för til Noregs
fyrir vegna erfiðra aðstæðna þar, sem orsökuðust af því, hve seint
voraði.
Fyrsti leikurinn var gegn Spörtu í Sarpsborg, en það lið hefur
lengi verið meðal sterkustu félaga Noregs. Lyktaði leiknum með sigri
Norðmanna, 6:1. Tveimur dögum síðar var leikið í Halden gegn Kvik,
sem fyrrum var rneðal betri liða í Noregi, en er nú á niðurleið og leik-
ur í 3. deild. Islandsmeistararnir léku þar mjög vel og sigruðu með
7:3.
Frá Halden var haldið til Lilleström, og var þar leikið gegn Lilleström
SK, sem þá var nýlega komið upp í 1. deild, Hovedserien. Var leikurinn
framan af jafn, 1:1 í hléi og 2:2 frarn í siðari hálfleik, en þá gerði
skyndilega hellirigningu, og þar með var öllu lokið fyrir Akurnesing-
um, því að þeir áttu erfitt með að fóta sig á hálu grasinu. Skoraði
norska liðið 3 mörk, það sem eftir var leiksins.
Síðari helming dvalarinnar í Noregi dvaldist flokkurinn á vegum
170