Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 205
SKÍÐAÍÞRÓTTIN
Skíðaárið 1952
GÍSLI B. KRISTJÁNSSON TÓK SAMAN
Stjórn SKÍ og starfstilhögun
Formaður: Einar Kristjánsson, Akureyri. Meðstjórnendur: Einar B.
Pálsson, Reykjavík, Gísli B. Kristjánsson, Reykjavík, Gunnar Árnason,
Akureyri, Sveinn Þórðarson, Akureyri. Varamenn: Baldur Ingólfsson,
Akureyri, Jón Sigurðsson, Akureyri, Ólafur Jónsson, Akureyri, Stefán
Kristjánsson, Reykjavík, Þórsteinn Bjarnason, Reykjavík. Endurskoð-
endur: Árnrann Dalmannsson, Akureyri, Friðrik Magnússon, Akureyri.
Stjórnin skipti þannig með sér verkum: Einar B. Pálsson, varaform.,
með búsetu í Reykjavík, Gunnar Árnason, gjaldkeri, Sveinn Þórðarson,
varaform., með búsetu á Akureyri, enn frernur fundar- og bréfritari.
Þing SKÍ
Sjötta þing Skíðasambands Islands var haldið á Akureyri um pásk-
ana. I stjórn voru kosnir: Einar Kristjánsson, formaður, Akureyri, Sveinn
Þórðarson og Halldór Helgason, búsettir á Akureyri. Fyrir í stjórninni
voru: Einar B. Pálsson og Gísli B. Kristjánsson, báðir frá Reykjavik.
Skíðamót ó árinu 1952
Stjórn Skíðasambands íslands hafa borizt skýrslur um 15 opinber
skíðamót á árinu 1952. Fer hér á eftir yfirlit yfir skiðamótin, fjölda
keppenda og fjölda ræsinga á hverju móti. Þátttaka í einni svigkeppni
telst hér ein ræsing, en tvíkeppni ekki.
203