Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 190
námskeið í körfuknattleik fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Hann
fékk lánaðan barnaleikvöll við Grettisgötu, markaði þar leikvölJ og
kom fyrir súlum með körfum. Börnin höfðu mikinn áhuga á þessum
leik, en því miður gat Valdimar ekki haldið áfram þessu starfi sínu
næsta sumar á eftir vegna fjarveru úr bænurn og annarra orsaka. Ar-
ið 1927 eða 1928 um vorið var haldið námskeið í knattleikjum á Veg-
um ISÍ og rneðal annarra leikja var kenndur körfuknattleikur. Kennslu
á þessu námskeiði annaðist Valdimar Sveinbjörnsson. Arið 1937 mun
kennsla í körfuknattleik hafa bvrjað í íþróttakennaraskólanum á Laug-
arvatni, og á næstu árum munu nokkrir íþróttakennarar hafa kennt
hann, þar sem þeir hafa komið því við.
Það er árið 1946, sem körfuknattleiksæfingar í sinni núverandi
mynd byrja hér á landi. Þetta ár kom að Iþróttakennaraskólanum ný-
lærður íþróttakennari, Bragi Magnússon, og tók að kenna körfuknatt-
leik, er hann hafði lært erlendis, við skólann að Laugarvatni. Arið
eftir kom svo annar íþróttakennari, Sigríður Valgeirsdóttir, að sama
skóla og tók að kenna körfuknattleik kvenna. Síðan hefur áhugi á
körfuknattleik verið rnikill og vaxandi við skólana að Laugarvatni.
Arið 1946 hófust einnig æfingar í körfuknattleik í Reykjavík í íþrótta-
húsi Jóns Þorsteinssonar. Þessar æfingar voru hiá háskólastúdentum
(IS), og kenndi Benedikt Jakobsson íþróttakennari. Frá árinu 1948, eða
frá því að íþróttahús háskólans var tekið í notkun, hefur körfuknatt-
leikur átt miklum vinsældum að fagna meðal háskólastúdenta.
Um svipað leyti mun eitt íþróttafélag bæjarins, IR, hafa bvrjað
körfuknattleiksæfingar, en á vegum þess kenndi Eistlendingurinn Ed-
vard Mikson körfuknattleik. Arið 1950 er svo stofnuð sérstök körfu-
knattleiksdeild innan þess félags.
Af þessu má sjá, að körfuknattleiksæfingar hefjast á sama tíma eða
um svipað leyti hjá þremur aðilum, án þess að um sé að ræða inn-
byrðis áhrif eða áhrif frá ameríska setuliðinu.
Veturinn 1950—1951 hefjast svo körfuknattleiksæfingar í mennta-
skólanum í Reykjavík og kennaraskólanum. Einnig voru æfingar hjá
lögregluþjónum og bókbindurum (í Reykjavík) í körfuknattleik þennan
vetur.
I febrúar 1951 er haldið fyrsta körfuknattleiksmótið hér á landi,
en það er haldið á vegum IFRN (Iþróttabandalags framhaldsskóla
Reykjavíkur og nágrennis). Þrír skólar tóku þátt í því, tvö kvennalið
frá kennaraskólanum og eitt lið karla frá hvorum skóla, háskólanum
og menntaskólanum. Sti'dkurnar höfðu sýningarleik, en háskólastúdent-
183