Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 228
knattleik. — Liðið skipuðu sömu menn og á íslandsmeistaramótinu, að
undanskildum Theodór Diðrikssyni og Ogmundi Guðmundssyni, en Ög-
rnundur tekur sér nú hvíld eftir að hafa verið í markinu fyrir Armann
í 15 ár. Stefán Jóhannsson tók við markvarðarstöðunni af Ögmundi.
Þjálfari liðsins er nú eins og undanfarin ár Þorsteinn Hjálmarsson.
REYKJAVÍKURMEISTARAMÓT í SUNDKNATTLEIK 1. FL. fór
fram í Sundhöll Reykjavíkur 11.—13. des. Armann, IR og Ægir sendu
lið til keppni, eitt hvert félag. Urslit mótsins urðu þessi: 1. leikur:
Ægir—Armann 7:2. Armenningar urðu að spila sex í seinni hálfleik sök-
um forfalla eins leikmanns. — 2. leikur: Armann—IR 6:3. — 3. leikur:
Ægir—IR. IR gaf leikinn. — Ægiringar urðu því Reykjavíkurmeistarar
á þessu fyrsta 1. flokks móti, sem haldið hefur verið i sundknattleik.
Hlutu þeir 4 stig, settu 7 rnörk gegn 2. Lið Armanns hlaut 2 st., setti
8 mörk gegn 10, og IR 0 st., setti 3 mörk gegn 6. Ægiringar unnu bikar,
sem gefinn hafði verið til keppni á þessu móti af Guðjóni Ólafssyni. Bik-
arinn er farandgripur. — Lið Ægis var skipað þessum mönnum: Ara
Guðmundssyni, Hafsteini Helgasyni, Helga Sigurðssyni, Helga Schev-
ing, Gunnari Júlíussyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Oddssvni.
Mjög virðist hæpið að halda 1. fl. mót í sundknattleik og skipta leik-
mönnum þannig í flokka, á meðan sundfélögin eru ekki ríkari af sund-
knattleiksmönnum en raun ber vitni og meðan íþrótt þessi er ekki á
stefnuskrá fleiri sundfélaga.
Sundmót úti á landi 1952
Sundmót haldin á Akranesi
Sundfélag Akraness gekkst fyrir sundmóti í Bjarnalaug þann 23.
marz 1952. Þetta var nokkurs konar gestamót, vegna þess að Sund-
félagið hafði boðið IR til keppni. Komu þeir með 8 manna flokk, 7
karla og eina konu, sem var Ármenningur. Helztu úrslit urðu þessi:
100 m. bringusund karla: Helgi Haraldsson, IA, 1:22,5 mín. — 50 m.
bringusund telpna: Sigrún Sigurjónsdóttir, IA, 48,9 sek. — 50 m. skrið-
sund drengja: Jón Magnússon, IR, 34,7 sek. — 50 m. skriðsund kvenna:
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Á, 38,9 sek. — 50 m. baksund karla: Ólafur
226