Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 17
gildandi refsi- og dómsákvæða ÍSÍ kveður á um, og í dóms- og refsi-
ákvæðum ISI, sem ganga í gildi 1. jan. 1952, falla brot gegn sam-
þykktinni undir 4. og 5. tölulið 2. gr.
Refsing gegn brotum er:
1. áminning, 2. vítur, 3. svipting réttar til að gegna trúnaðarstörf-
um, 4. óhlutgengisúrskurður.
Sem framhald af þessari ályktun samþykkti framkvæmdastjómin
á fundi sínum 17. des. 1951 að óska þess, að Iþróttabandalag Reykja-
víkur héldi fund með formönnum íþróttafélaganna á bandalagssvæð-
inu, þar sem mál þetta væri rætt. Stjórn IBR varð við tilmælunum og
hélt fundinn. Er eigi annað vitað en að vínveitingar á skemmtunum
íþróttafélaga séu með öllu úr sögunni, og er það vel.
íþróttablaðið
A undanförnum ámm hefur því verið mjög haldið fram, að nauð-
syn bæri til þess að gera Iþróttablaðið að vikublaði í stað mánaðar-
rits, því að sem slíkt mundi blaðið hafa miklu meira gildi sem frétta-
blað og verða því lesið af fleirum.
Þessar raddir urðu allháværar í sambandi við stofnun Islenzkra get-
rauna, og var talið, að vegna tilkynninga frá þeirri stofnun og getrauna-
spádóma mundi fjárhagslegur grundvöllur undir starfsemi vikublaðs
vera tryggður.
Þetta varð m. a. til þess, að framkvæmdastjórnin samþykkti á fundi
sínum að skora á blaðstjóm að athuga mr. möguleika á því að breyta
blaðinu í vikublað. Blaðstjómin tók þessari áskomn vel, og eftir nokkra
viðræðufundi hennar og framkvæmdastjórnarinnar var samþykkt að gefa
blaðið út sem vikublað.
Kom Iþróttablaðið síðan út í um 5 mánuði sem vikublað. Ut var gef-
ið 21 tölublað (það fyrsta 30. apríl og það síðasta 29. sept.), og var
Gunnar M. Magnúss rithöfundur r.itstjóri að • 18 þeirra, en Tómas
Tómasson lögfræðingur ritstjóri þriggja þeirra síðustu.
Því miður varð að hætta þessu fyrirkomulagi á útgáfu blaðsins.
Götusala brást að mestu og áskrifendum fjölgaði ekki, svo að fjárhag-
ui blaðsins versnaði stórum. Þar að auki kom í ljós, að lesendum blaðs-
ins úti á landi líkaði þessi breyting illa. Samþykkti því blaðstjómin
að hætta að gefa blaðið út sem vikublað. Síðan hafa kornið út tvö blöð
í gamla brotinu, októberblað og nóvember- og desemberblað, sem helg-
að var Olympíuleikunum 1952 og var styrkt fjárhagslega af Olympíu-
15