Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 143
HANDKNATTLEIKUR
Handknattleiksárið 1952
EFTIR HAUK BJARNASON
Handknattleiksmót í Reykjavík
Stjórn HKRR 1951—1952 skipuðu eftirtaldir fulltrúar, einn frá hverju
félagi: Hannes Sigurðsson, formaður, Haukur Bjarnason, varaformað-
Ur, Þórður Þorkelsson, gjaldkeri, Frímann Gunnlaugsson, ritari, Þor-
teifur Einarsson, Axel Einarsson og Ásgeir Benediktsson.
6 handknattleiksmót voru haldin á árinu, en þau voru þessi: Afmælis-
mot HKRR, Handknattleiksmeistaramót Islands, Handknattleiksmót
HKRR, Afmælismót ÍSÍ, Hraðkeppnismót HKRR og Handknattleiks-
meistaramót Reykjavíkur.
AFMÆLISMÓT HKRR var haldið í tilefni 10 ára afmælis HKRR,
hófst 10. jan. og lauk 13. jan. Mótið var með nokkru nýju sniði, því
að keppt var í hverfum, og var Reykjavík skipt í 4 hverfi í karlaflokki,
eu 2 hverfi í kvennaflokki. I karlaflokki voru þessi hverfi: Austurbær,
Hlíðar, Kleppsholt og Vesturbær, en í kvennaflokki: Vesturbær og
Austurbær. Leikar fóru þannig:
M.fl. kvenna: Austurbær—Vesturbær 5:3.
Af.//. karla: Austurbær—Vesturbær 12:11, Kleppsholt—Hlíðar 9:10,
Austurbær—Hlíðar 14:11, Kleppsholt—Vesturbær 11:9, Austurbær—
Weppsholt 10:10, Hlíðar—Vesturbær 12:19.
Austurbær vann með 5 stigum.
handknattleiksmeistaramót íslands innanhúss
hófst 3. febr. í m ,fl. karla og lauk 2. marz. En í öðrum flokkum hófst:
141