Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 162
slík afstaða fyrir neðan allar hell-
ur. Nokkur góð tækifæri áttu bæði
liðin, sem þó nýttust ekki, og yf-
irleitt var leikur þeirra jafn, þ. e.
jafnsnerpulaus og þróttlítill.“
(Alþ.)
17/7
KR 1 — Akranes 0
„Milli 5—6 þús. manns sáu KR
sigra Akumesinga með 1:0 í blíð-
skaparveðri í úrslitum Islandsmóts-
ins á föstudagskvöldið. Margir
voru þeir, sem beðið höfðu leiks
þessa með óþreyju, en fæstir álit-
ið, að úrslit hans yrðu sem raun
var á. KR-ingar voru þegar frá
upphafi leiks auðsjáanlega stað-
ráðnir í að leggja sig alla fram
og gera sitt ýtrasta . . KR lék
hraðan úrslitaleik með tilheyrandi
hörku og útafspyrnum, þegar þess
þótti við þurfa, einkum þó eftir
að þeir höfðu náð markinu. Það
var skorað á 12. mín. siðari hálfleiks eftir langsendingu frá hægri
vallarhelmingi yfir til vinstri útherja, sem síðan sendi fyrir markið, og
miðherjinn skaut laust og skoraði. Þetta var svo sem ekkert tilþrifa-
mark . . jafnvel markvörður hefði átt að geta afstýrt hættunni. Megin-
herbragð KR í leik þessum var svo sem engin ný uppfinning og hef-
ur oft verið notað áður, bæði af KR og öðrum, var í þessu tilfelli að
gera tvo aðalmenn sóknarlínu mótherjanna svo til óvirka með því að
valda þá. . . Ríkharður og Þórður, sem borið hafa hita og þunga Akra-
nessóknarinnar, voru nær „teknir úr umferð“ . . Tækifæri KR á mark
Ak. voru ekki mörg . . hins vegar áttu Akurnesingar allmörg tækifæri,
svo að ef vel hefði verið, hefði leiknum átt að ljúka með 3:1 þeirn í
hag, enda lá knötturinn meir á vallarhelmingi KR í báðum hálfleikjum.
I seinni hálfleik skora Ak. að vísu 2 mörk, sem bæði voru dæmd
ólögleg." (Alþ.).
„Ég vissi alltaf, að þið munduð koma
með hann aftur, Hörður minn," sagði
Erlendur Ó. Pétursson, formaður KR,
er hann þakkaði fyrirliða liðsins fyr-
ir unninn sigur.
160