Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 19
íþróttadómstóll ÍSÍ
IþróttadómstóUinn hefur komið sarnan nokkrum sinnum á árinu, kos-
ið sér formann Magnús Torfason fuEtrúa og ritara Baldur Steingríms-
son fulltrúa. Aðrir í íþróttadómstól eru: Brynjólfur Ingólfsson fulltrúi,
Baldur Kristjónsson íþróttakennari, Brandur Brvnjólfsson lögfræðingur,
Jón J. Kaldal Ijósmyndari, Konráð Gíslason kaupmaður, Stefán Run-
ólfsson rafvirkjameistari og Þórður Guðmundsson verzlunarstjóri.
Fyrir dómstólnum liggur eitt mál óafgreitt, kæra Umf. Reykjavíkur
gegn dómnefnd Skjaldarglímu Armanns. Var máli þessu áfrýjað til
dómstólsins af dómnefnd Skjaldarglímu Armanns, eftir að Héraðsdóm-
ur Iþróttabandalags Reykjavíkur hafði kveðið upp dóm í því.
Kærumcd.
Framkvæmdastjómin hefur fengið þessi kæmmál til meðferðar:
1. Kæru Knattspyrnufélagsins Vals vegna Islandsmeistaramóts i hand-
knattleik kvenna á Isafirði. Var málinu vísað tO Héraðsdómstóls Iþrótta-
bandalags Isafjarðar 17. sept. 1951. Síðan fór fram rannsókn í málinu
fyrir Héraðsdómstól Iþróttabandalags Reykjavíkur. Var sú rannsókn
send Héraðsdómstól Isafjarðar 10. nóv. 1951, en eigi hefur enn verið
dæmt í málinu.
2. Kæru Lárusar Salómonssonar vegna Landsflokkaglímunnar í
Hveragerði 1951. Máli þessu var vísað til Héraðsdómstóls Héraðs-
sambandsins Skarphéðins 25. júní 1951, og hefur eigi verið dæmt í
málinu.
3. Það kærumál, sem mest hefur borið á, er tvímælalaust svokallað
„inál Olympíufaranna". Eigi er þörf að rekja forsögu þessa máls, hún
er öllum kunn.
Framkvæmdastjóm ISI lét sig þetta mál fyrst skipta með því að gefa
út opinbera yfirlýsingu 11. sept. 1952, þar sem lýst var yfir stuðn-
ingi við þá stefnu stjórnar Frjálsíþróttasambands Islands, að refsa beri
fyrir brot á reglurn og aga innan íþróttahreyfingarinnar. Því næst, eða
19. sept., benti framkvæmdastjórnin á að gefnu tilefni, að stjórnir sér-
sambanda hefðu eigi dómsvald samkvæmt dóms- og refsiákvæðum ISÍ.
A sambandsráðsfundi 23. okt. 1952 var samþykkt m. a. að fela frarn-
kvæmdastjórn að kæra til refsingar þá íþróttamenn, sem hún teldi, að
gerzt hefðu brotlegir við dóms- og refsiákvæði ISI í förinni á Olympíu-
leikana í Helsingfors.
17