Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 176
Haustmótin hófust síðan 15. sept. með leik I. flokks, og bar KA sig-
ur úr býtum með 4:1 og vann Akranesbikarinn. I yngri flokkunum fóru
leikar þannig:
18. sept.: 2. flokkur ............... KA 4 — Kári 0
19. — 3. flokkur .............. KA 0 — Kári 0
17. - 4. flokkur .............. Kári 4 - KA 0
Haustið 1951 kom til tals að halda bæjakeppni milli Reykjavíkur og
Akraness, og var leikurinn ákveðinn um miðjan október, en vegna
lömunarveikifaraldurs, sem gekk á Akranesi, varð að fresta keppninni
að sinni. Fór keppnin síðan fram 28. ágúst, og lyktaði henni með sigri
Reykjavíkur, 2:1. Sýna þau úrslit ljóslega, hve hátt knattspyrnan á
Akranesi hefur risið.
I stjórn knattspymuráðsins sátu þessir menn: Guðjón Finnbogason,
form., Olafur Vilhjálmsson, Pétur Georgsson, Kristján Pálsson, Ríkharð-
ur Jónsson og Þórður Þórðarson.
Akureyri
Mikil deyfð var yfir knattspyrnulífi Akureyrar, og var lítið um æf-
ingar og lítill áhugi fyrir kappleikjum. Mótin hófust 10. maí, og bar
KA sigur úr býtum i vormótum meistaraflokks og IV. flokks, en Þór í
II. og III. flokki. I hraðkeppninni tóku þátt IMA, KA og Þór, og bar
Þór sigur úr býtum.
Þór hélt afmælismót í 3. sinn, og bar KA sigur úr býtum í fyrsta
sinn. Um hvítasunnuna fór fram kappleikur í sambandi við Islenzkar
getraunir, og sigraði Þór KA.
I júlímótunum sigraði Þór KA bæði í meistaraflokki og 2. flokki. I
sama mánuði Iék 3. flokkur KR nokkra leiki, og fóm leikar þannig, að
KR sigraði 3. flokk ÍBA með 3:0, gerði jafntefli við 2. og 3. flokk,
3:3, og tapaði fyrir sama liði í 3. leiknum með 2:1.
I ágúst lék I. flokkur frá Fram í Reykjavík og lék 2 leiki. Fyrri
leikinn vann KA með 2:0, og í þeim síðari sigraði IBA með 4:0. Lið
Fram varð Islandsmeistari í I. flokki.
Um mánaðamótin ágúst—sept. hófust haustmótin, og bar Þór sigur
úr býtum í öllum flokkum.
Um miðjan sept. fór Knattspyrnumót Norðurlands fram á Siglufirði,
og tóku bæði KA og Þór þátt í því, auk Knattspymufélags Siglufjarðar
174