Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 98
þar til 2. ág. í boði íþróttafélagsins Into þar í bæ. Var í ráði, að þeir
kepptu þar 1. ágúst, en er til kom varð ekki af mótinu. Keppti flokk-
urinn í þess stað í sveitaþorpi einu í Virolathi, um 5 km. frá rúss-
nesku landamærunum, 2. ágúst. — Þorsteinn Löve vann kúluvarp með
13,63 m. og varð 5. í spjótkasti með 49,89 m. — Hörður varð 2. í 100
m. á 11,1 sek.; á eftir Þjóðverjanum Heinen, 10,9. Pétur hljóp á 11,2.
— Ingi hljóp 400 m. á 51,8 og varð 3. — Kristján hljóp 3000 m. í góð-
um félagsskap. Þjóðverjinn Schade vann og setti nýtt þýzkt met,
8:14,4; 2. Posti, Finnl., 8:14,8; 3. RinteenDaá 8:16,6; 4. Salonen, Finnl.,
8:43,2; 5. Kristján 8:55,8. Er sennilegt, að Kristján hefði bætt ísl. metið,
sem staðið hafði síðan 1946 (Óskar Jónsson 8:52,4), ef hann hefði
farið hægar af stað, en 1. krn. hljóp hann á 2:45,0.
2. KEPPNI TORFA BRYNGEIRSSONAR í SVÍÞJÓÐ. Eftir að hafa
keppt við góðan orðstír í Lahti, skildi Torfi við flokkinn, sem héll
áfram til Kotka, og fór ásamt konu sinni og fleiri Islendingum til
Svíþjóðar og þaðan um Kaupmannahöfn heim til Reykjavíkur. Fvrir
tilstilli Olle Ekberg, hins ágæta Islandsvinar, var Torfa boðið til keppni
á nokkrum íþróttamótum á ferð sinni yfir Svíþjóð. Keppti hann þar á
þremur stöðum:
Gavle 2. ágúst: Torfi háði hér einvígi við Ragnar Lundberg, sem orð-
ið hafði 3. á Ólympíuleikunum, og Júgóslavann Milakov, sem orðið
hafði 13. á leikunum með 4,10 m. Lauk þessum leik svo, að Lund-
berg setti nýtt Evrópumet, 4,44 m., en Torfi bætti hið íslenzka met
sitt um 3 cm., stökk 4,35 m. og sigraði Milakov með 40 cm.
Enköping 3. ágúst: Torfi og Lundberg leiddu aftur saman hesta
sína, og sigraði Svíinn aftur, eins og við var að búast, stökk 4,20
m., en Torfi 4,10 m.
Arviken 4. ágúst: Hér vann Torfi stangarstökkið með 4,04 m. og
langstökk með 6,79 m. stökki.
Pétur Einctrsson keppir í Bctndctríkjunum
Hinn góðkunni hlaupari, Pétur Einarsson, ÍR, sem dvalið hefur
í Bandaríkjunum síðan vorið 1951, hefur þar stundað æfingar nokkuð
á vegum New York Athletic Club. Keppti hann nokkuð á innanhúss-
mótum vorið 1952 og einnig utanhúss og náði þar í júní 1:58,0 min.
í 880 yarda hlaupi, sem samsvarar 1:57,3 mín. á 800 m. Einnig hljóp
Pétur eina mílu (1609 m.) á 4:28,5 mín.
96