Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 196
hafði Ármann unnið það 10 sinnum í röð, en jafnframt gaf Olíuverzl-
unin fyrirheit um að gefa annan grip til að keppa um síðar.
Árið 1930 byggðu Ármenningar bátahús við Brunnstig, sem rúm-
aði 3 kappróðrarbáta, og var það notað til geymslu á bátum félaganna
til vorsins 1933, en þá var húsið rifið samkvæmt ákvörðun bæjarstjóm-
ar Reykjavíkur, en úr efninu var byggt lítið bátahús í Shellportinu
við Skerjafjörð, og þaðan voru stundaðar æfingar árin 1933 og 1934
við mjög slæma aðstöðu. Árin 1935—’37 var æft frá Verbúðarhúsunum
við höfnina, og var það sæmileg aðstaða. Á þessum ámm æfðu venju-
lega um 30 manns hjá félögunum.
I iúní 1937 fór flokkur ræðara frá Ármanni til Danmerkur til þess
að taka þátt í róðrarmóti í tilefni af 50 ára afmæli danska róðrarsam-
bandsins. Ræðararnir tóku þátt í 4 kappróðrum á 2 dögum. I 1. keppni,
sem var um meistaratign Norðurlanda í róðri, urðu Islendingar nr. 4,
í 2. keppni, „junior meistaratign", urðu þeir nr. 3, en í 3. og 4. keppni
töpuðu þeir í undanrásum og komust því ekki í úrslit.
Árið 1938 bvrjuðu Ármenningar á byggingu bátahúss í Nauthóls-
vík, og var byggingu hússins lokið haustið 1939. Húsið er 8,5x15 m.
að flatarmáli og er byggt úr timbri á stevptum gmnni, múrhúðað að
utan. Húsið á að rúma 9 báta af sömu stærð og félögin eiga nú, en
auk þess er hægt að geyma í húsinu 4 manna „outrigger“.
Sumarið 1940 byrjuðu æfingar hjá Ámianni og KR frá hinu nýja
bátahúsi, og tóku um 40 manns þátt í æfingum, en um haustið tók
brezki herinn húsið til umráða og hélt því til ársins 1947, til mikils
tjóns fyrir róðraríþróttina, því að á þessum árum féllu allar æfingar
niður sökum vöntunar á húsnæði fyrir bátana.
Um vorið 1947 fékk Ármann aftur bátahús sitt við Nauthólsvík,
og var það þá í mikilli niðurniðslu eftir setuliðið. I byrjun júní voru
kappróðrarbátar Ármanns og KR fluttir í bátahúsið, en þeir vom i
geymslu á bifreiðaverkstæði Egils Vdhjálmssonar síðan 1940. Bvrj-
uðu æfingar á þeim í júlímánuði, og var æft það sem eftir var sumars.
Auk þess var unnið við að lagfæra bátahúsið.
Æfingar byrjuðu aftur í april 1948, og tóku þátt í þeim milli 30
og 40 manns. Kennari hjá Ármanni var Ludwig Siemsen, en hjá KR
Franz Siemsen. Voru þeir báðir nýkomnir frá Þýzkalandi, þar sem
þeir höfðu æft róður. Á þessu ári gaf róðrarfélagið „Hekla“ í Kaup-
mannahöfn ISI tvo kappróðrarbáta til ráðstöfunar handa þeim íþrótta-
félögum, sem létu meðlimi sína æfa róður. Bátarnir voru sendir hingað
194