Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 195
ROÐRARIÞROTTIN
Ágrip aí róðrarsögu íslands
EFTIR LOFT HELGASON
Það mun hafa verið árið 1929, sem íþróttafélögin Ármann og KR
bvrjuðu að æfa kappróður, fyrir áeggjan Svíans Sigge Jonsens, sem
starfaði hér á landi við Sænska frystihúsið. Hann hafði stundað kapp-
róður í heimalandi sínu, Svíþjóð, og hafði mjög mikinn áhuga á róðr-
ariþróttinni. Var hann róðrarkennari hjá Ármanni, meðan hann dvald-
ist hér á landi, en það var til ársins 1932. Hjá KR var róðrarkennari
Theodór Siemsen.
1. sept. 1929 var fyrst keppt um „Kappróðrarhorn Islands“, sem
var mjög fallegur gripur, gefinn af Olíuverzlun íslands, til að keppa
um í róðri. 4 sveitir kepptu, 2 frá Ármanni og 2 frá KR. A-sveit Ár-
manns vann keppnina og þar með hornið, sem var farandgripur. Róið
var á hinum svokölluðu menntaskólabátum, því að hina réttu kapp-
róðrarbáta eignuðust félögin ekki fyrr en ári seinna, eða 1930, en þá
eignaðist Ármann 2 kappróðrarbáta frá Danmörku, 4 manna „inrigger“,
og nokkru seinna fékk KR sams konar bát.
1. sept. 1930 var í fyrsta skipti keppt á þessum bátum, og var þá
keppt um „Kappróðrarhorn íslands“. Þrjár sveitir tóku þátt í róðrin-
um, 2 frá Ármanni og 1 frá KR. Róið var 2000 m., og bar A-sveit
Armanns sigur úr býtum. I sveitinni voru þessir ræðarar: Þorsteinn
Einarsson, Þorkell Sigurðsson, Jóhann Þorláksson og Sigurgeir Alberts-
son. Stýrimaður var Sigge Jonsen.
Upp frá þessu var venjulega keppt tvisvar í róðri á sumri hverju til
ársins 1941, að árunum 1938 og 1939 undanskildum, og bar sveit
Armanns jafnan sigur úr bvtum. Á 55 ára afmæli Ármanns, 1943, gaf
Olíuverzlun íslands félaginu kappróðrarhornið til eignar, því að þá
193
13