Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 221
SUND
EFTIR RAGNAR VIGNI
Sundsamband íslands (SSÍ)
A sambandsráðsfundi ISI 25. nóv. 1950 var samþykkt að stofna Sund-
samband Islands. Stofnfundur þess var haldinn 25. febr. 1951 í Reykja-
vík. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá 9 héraðssamböndum og
sundráðum, sem aðilar gerðust að Sundsambandinu.
Fyrstu stjórn SSI skipuðu eftirtaldir rnenn: Formaður: Erlingur Páls-
son, Reykjavík. Meðstjórnendur: Guðjón Ingimundarson, Sauðárkróki,
Logi Einarsson, Reykjavík, Stefán Þorleifsson, Neskaupstað, og Ulfar
Þórðarson, Reykjavík.
Núverandi stjórn SSI skipa sömu rnenn, að undanskildum Ulfari
Þórðarsyni, en sæti hans hefur tekið Þórður Guðmundsson, Reykjavík.
Arið 1952 voru haldin 10 sundmót í Revkjavík, auk innanfélags- og
úrtökumóta, af þessum mótum voru þrjú sundknattleiksmót. Einn Is-
lendingur keppti erlendis á árinu. Mörg sundmót hafa verið haldin
utan Reykjavíkur, en sökurn þess, hve ungmennasambönd og íþrótta-
bandalög vanrækja rnikið þá skyldu sína að senda SSÍ skýrslur um
sundmót, sem haldin eru á vegum þeirra, hefur því miður ekki náðst
fullnaðaryfirlit yfir öll mót, er haldin hafa verið á landinu.
Sundmót í Reykjavík 1952
SUNDMÓT ÆGIS, fyrsta sundmót ársins, var haldið í Sundhöll
Reykjavíkur 4. febr. Helztu úrslit: 300 m. skriðsund karla: 1. Ari Guð-
mundsson, Æ, 3:48,5 mín.; 2. Pétur Kristjánsson, Á, 3:53,1 mín.; 3.
Helgi Sigurðsson, Æ, 3:53,7 nxín. — 200 m. baksund karla: 1. Ilörður
Jóhannesson, Æ, 2:48,3 mín. — 200 m. bringusund karla: 1. Sigurður
Jónsson, KR, 2:56,7 nún.; 2. Kristján Þórisson, Umf. Reykd., 2:57,7
mín, — 100 m. skriðsund drengja: 1. Gylfi Guðmundsson, ÍR, 1:07,2
219