Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 117
GLIMA
Ágrip ctf sögu glímunnar III
EFTIR KJARTAN BERGMANN
Íslandsglíman 1927—1945
1927 (Þorgeir Jónsson glímukappi Islands;
Jörgen Þorbergsson vinnur Stefnuhornið).
17. íslandsglíman var háð á íþróttavellinum í Reykjavík 22. júní
1927. Þátttakendur voru aðeins 5. Urslit urðu þessi:
Þorgeir Jónsson, 4 v.; Jörgen Þorbergsson, 3 v.; Sigurður Ingvars-
son, 2 v.; Ottó Marteinsson, 1 v.; Jón Jónsson frá Varmadal, 0 v.
Þorgeir Jónsson frá Varmadal, úr íþróttafél. Stefni, hlaut Grettis-
beltið að þessu sinni, og þar með nafnbótina „glímukappi íslands".
Jörgen Þorbergsson, Á, hlaut fegurðarglímuverðlaunin, Stefnuhornið.
1928 (Þorgeir Jónsson glímukappi íslands í annað sinn
og vinnur einnig StefnuhorniS).
18. Islandsglíman fór fram á íþróttavellinum í Reykjavík þann 24.
]uní 1928. Þátttakendur voru 8, og urðu úrslit þessi:
Þorgeir Jónsson, bóndi í Varmadal, hlaut 7 vinninga og þar með
sasmdarheitið „glímukappi Islands“, en kórónan fylgdi, því að hann
vann einnig Stefnuhornið, verðlaun fyrir fegursta og bezta glímu;
Sigurður Thorarensen, 6 v.; Marinó Norðkvist, glímukappi Vestfjarða,
4 v-; Björgvin Jónsson frá Varmadal, 4 v.; Jörgen Þorbergsson, 3 v.;
Axel Oddsson, 2 v.; Ólafur Jónsson, 1 v.; Bjöm Blöndal Guðmundsson,
1 v.
Glírnan fór sérlega vel fram, og glímdu allir keppendur vel. Var
auðséð, að þeir forðuðust rækilega allt, sem miður mátti fara.
115