Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 52
bæði stormur og regn. Af afrekum þessa dags má minnast á 200 m.
hlaup Ásmundar og Harðar, sem urðu jafnir á 22,7 sek., 1000 m. hlaup
Sigurður Guðnasonar, IR, 2:39,0 mín., hástökk Gunnars Bjarnasonar,
IR, 1,78 m. og sleggjukast Gunnlaugs Ingasonar, Á, sem kastaði 45,96
m., og fjórir næstu menn allir yfir 40 m.
I sambandi við þetta mót fór einnig fram Víðavangshlaup Meistara-
móts lslands. Hlaupið hófst á Iþróttavellinum, og var þar hlaupinn
hálfur annar hringur, en síðan vestur Seltjarnarnes og til baka aftur og
endað á vellinum. Keppendur voru aðeins tveir og varð fyrri Kristján
|óhannss., IR, 12:55,6 mín., en Viktor Miinch, Á, hljóp á 13:41,6 mín.
lþróttamót KR var haldið 4. og 6 júní. Veður var óhagstætt báða
dagana, hrollkalt og hvasst. Af úrslitum í einstökum greinum má
nefna: 100 m. hlaup: 1. Ásmundur Bjarnason, KR, 10,7 sek. (með-
vir.dur); 2. Hörður Haraldsson, Á, 10,8 sek.; 3. Guðm. Vilhjálmsson,
(Jmf. Leikni, UÍA, 10,9 sek.; 4. Pétur Sigurðsson, KR, 11,1 sek. —
Hástökk: Birgir Helgason, KR, 1,78 m. — Kúluvarp: 1. Ágúst Ásgríms-
son, ÍM, Snæf., 14,12 m.; 2. Friðrik Guðmundsson, KR, 13,71 m. —
400 m. hlaup: 1. Guðmundur Lárusson, Á, 50,0 sek. — Langstökk: 1.
Sigurður Friðfinnsson, FH, 6,93 m. (meðvindur); 2. Torfi Bryngeirs-
son, KR, 6,81 m.; 3. Tómas Lárusson, Umf. Aft., 6,74 m.; 4. Garðar
Arason, ÍB, Siglufj., 6,53 m. — Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, ÍR, 63,35
m.; 2. Halldór Sigurgeirsson, Á, 58,76 m. — Síðari daginn vann Hörð-
ur Haraldsson, Á, 200 m. hlauv á 22,4 sek., en Ásmundur Bjarnason,
KR, varð næstur á 22,5 sek. — Kringlukast: Þorsteinn Löve, KR, 48,94
m. — I sleggjukasti sigraði Páll Jónsson, KR, kastaði 45,15 m., en
Gunnlaugur Ingason, Á, 43,27 m. — Torfi Bryngeirsson, KR, keppti
í stangarstökki í fyrsta skipti eftir að hann hafði verið skorinn upp við
magasári fyrr um vorið, og sigraði hann á 3,60 m., en Kolbeinn Krist-
insson, Self., stökk jafnhátt. — Margrét Hallgrímsdóttir, Umf. R, hljóp
100 m. kv. á 12,3 sek. og stökk 4,99 m. í langstökki, sem hvort tveggja
var betra en gildandi ísl. met, en meðvindur var of sterkur.
Drengjamót Armanns fór fram 11. júní. Veður var gott. Keppt var
í 8 greinum og tveimur aldursflokkum í kringlukasti og kúluvarpi. Af
einstökum afrekum má nefna eftirfarandi: Hilmar Þorbjörnsson, Á,
varð hlutskarpastur í 80 m. hlaupi á 9,9 sek. (mótvindur). — Gunnar
Bjarnason, ÍR, vann hástökk, stökk 1,75 m. — Ingvi Guðmundsson vann
kúluvarp unglinga, 12,63 m., og Jes Þorsteinsson, Á, kúluvarp drengja,
14,52 m. — Björn Jóhannsson, Umf. Kefl., stökk 6,24 m. í langstökki. —
Svavar Markússon, KR, hljóp 1500 m. á 4:19,4 mín.
50