Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 168
Fyrsti leikurinn var gegn úrvalsliði Reykjavíkurfélaganna, og fór
hann fram í kalsaveðri, norðanstrekkingi. Mestallan leikinn lá verulega
á íslenzka liðinu, en það gerði iðulega snarpar sóknarlotur, sem virt-
ust korna vörn Brentfords á óvart, því að vörnin var iðulega mjög op-
in og illa staðsett. Strax á 8. mín. tókst Reyni Þórðarsyni að skora
eftir snöggt upphlaup, er knötturinn gekk mann frá rnanni. Skaut Reyn-
ir fast og örugglega í neðra hornið úr opinni stöðu, og hafði markvörð-
urinn enga möguleika á að verja. Um 12 mín. siðar bætti Bjarni Guðna-
son öðru við með laglegu skoti, þótt truflaður væri af 2 varnarleiks-
mönnum. Rétt fyrir lok hálfleiksins tókst h. úth. Brentfords, Goodwin,
að skora með skalla. Allan síðari hálfleikinn lá meir á reykvíska liðinu,
en á síðustu mínútu skoraði Gunnar Guðmannsson með föstu lágu skoti,
en rnarkið var dærnt ógilt vegna rangstöðu útherja, sem engin áhrif
hafði á gang leiksins þá stundina. Lyktaði leiknum því með sigri Reykja-
víkurúrvalsins, 2:1.
Reykvíska liðið var þannig skipað: Magnús Jónsson (Fram) — Karl
Guðmundsson (Fram), Guðbjörn Jónsson (KR) — Sæmundur Gíslason
(Fram), Haukur Bjarnason (Fram), Steinar Þorsteinsson (KR) — Gunn-
ar Gunnarsson (Val), Eyjólfur Eyfells (Val), Bjarni Guðnason (Vík.),
Gunnar Guðmannsson (KR), Reynir Þórðarson (Vík.).
Annar leikurinn var gegn úrvali úr Fram og Víking, sem lengi virtist
mundu fara mjög halloka fyrir Bretunum, sem sóttu án afláts á og skor-
uðu eftir 22 mín. og 26 mín. eftir hornspyrnur og voru bæði skoruð
með föstum skalla, það fyrra af v. innh. Dare, en það síðara af mið-
framv. Greenwood. Strax í upphafi síðari hálfleiks bætti v. úth. Ledger-
ton því þriðja við, en það, sem eftir var, sótti F-V sig mjög, og um
miðjan hálfleikinn skoraði Reynir Þórðarson með föstu skoti, og enn
tókst Lárusi Hallbjörnssyni að skora þegar 4 mín. voru til loka.
Þriðji leikur Brentfords var gegn Akurnesingum, Islandsmeisturun-
um. Gert hafði verið ráð fyrir skemmtilegum leik, enda voru um 6500
áhorfendur á íþróttavellinum. Islandsmeistararnir brugðust vonum
manna, því að Bretarnir höfðu mjög mikla yfirburði, einkum vegna
þess, að samleikur var mjög vanræktur af íslenzka liðinu. IA hafði
fengið 3 leikmenn lánaða, Helga Daníelsson (Val) í mark, Karl Guð-
mundsson (Fram) h. bakv. og Gunnar Guðmannsson (KR) v. úth. A
fyrsta stundarfjórðungi hafði Brentford skorað tvö mörk, og gerði það
fyrra miðframh. Monk, en hitt v. úth. Ledgerton, en um miðjan hálf-
leikinn fékk IA aukaspyrnu um 25—30 m. frá marki Brentfords, og
spyrnti Dagbjartur Hannesson rakleitt í markið. Síðari hálfleikur var
166