Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 170
íslenzku liðanna verður hægt að draga þá álvktun, að knattspyrnunni
hér hafi fleygt mjög frarn á síðustu árum.
Einstakir leikir heimsóknarinnar:
28. maí: Reykjavík 2 — Brentford 1.
•30. maí: Fram og Víkingur 2 — Brentford 3.
2. júní: Akurnesingar 2 — Brentford 4.
3. júní: KR og Valur 2 — Brentford 2.
5. júlí: Urval (pressulið) 2 — Brentford 1.
Pressuliðið var þannig: Helgi Daníelsson (Val) — Karl Guðmundsson
(Fram), Haukur Bjarnason (Fram) — Gunnlaugur Lárusson (Vík.), Ein-
ar Sæmundsson (Val), Steinar Þorsteinsson (KR) — Olafur Hannesson
(KR), Gunnar Gunnarsson (Val), Bjarni Guðnason (Vík.), Gunnar Guð-
mannson (KR), Reynir 'Þórðarson (Vík.). Gunnlaugur meiddist í fyrri
hálfleik, og kom Sæmundur Gíslason inn í hans stað.
Heimsókn XXVII:
Fussball Verband Rheinland
Fimmtudaginn 26. júní kom hingað úrvalslið frá Knattspyrnusam-
bandi Rínarlanda, og er það annað liðið, sem kemur frá því sambandi
á 3 árum. Liðið kom hingað á vegum Fram, sem hefur haldið sam-
bandi við Rínarsambandið síðan samskipti fyrst hófust 1950, og hafa
nokkrir leikmenn félagsins dvalið á skóla Rínarsambandsins í Koblenz
við æfingar og nám.
Fyrsti leikurinn var gegn Fram, sem styrkti lið sitt nokkuð með
því að fá Steinar Þorsteinsson (h. frv.), Gunnar Guðmannsson (v. .innh.)
og Ólaf Hannesson (h. úth.) að láni frá KR. Fvrst framan af réðu gest-
irnir lögum og lofum á vellinum, og eftir 23 mín. tókst þeim að skora.
Er frá leið sóttu Frammarar sig. Síðari hálfleikur var jafnari, og þegar
15 mín. voru af leik skoraði Ólafur Hannesson, og 15 mín. síðar skoraði
Fram aftur, er Guðmundur Jónsson ætlaði að gefa knöttinn fyrir mark-
ið, en markvörður sló knöttinn inn í netið.
Annar leikurinn var gegn úrvali úr KR og Val, og lyktaði honum
með sigri Þjóðverjanna, sem sýndu mjög mikla yfirburði. I fyrri hálf-
leik skoruðu þeir tvívegis á fyrstu 20 mín. og i bæði skiptin með skalla,
en á 28. mín. skoraði Gunnar Gunnarsson fyrir samsteypuna. 5 min.
síðar bæta Þjóðverjarnir því 3. við, á ný með skalla. Þegar 15 mín. voru
168