Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 155
búnir að æfa í 4—6 ár að sögn þeirra sjálfra. Halldór ákvað að halda
hnefaleikasýningu og fékk þrjá Breta til að sýna á móti þremur Isfirð-
ingum. Auk þess sýndu ísfirðingar sarnan. Þetta tókst ágætlega. Tvær
sýningar voru haldnar fyrir troðfullu húsi. Isfirðingamir, sem sýndu
a rnóti Bretunum, voru þessir: Þórólfur Egilsson, Sigurður Erlendsson
°g Guðmundur J. Sigurðsson. ísfirðingarnir stóðu sig vel, en Bretarnir
höfðu greinilega meiri leikni. Veturinn eftir hélt Vestri aftur námskeið
imdir stjórn Halldórs. Hnefaleikasýning var haldin á árshátið Vestra
þá um vorið. Halldór fluttist nú frá ísafirði, en margir höfðu áhuga’
fyrir að halda áfram æfingum. Þó lágu hnefaleikar niðri hér um tíma,
nema hvað nokkrir æfðu við léleg skilyrði heima sjá sér.
I febrúar 1949 kom Þorkell Kalli Magnússon til Isafjarðar, og
skömmu síðar byrjuðu nokkrir áhugasamir piltar að æfa hnefaleik und-
h stjórn hans í íþróttahúsinu við Austurveg. Hinn 8. maí 1949 var
fimleikasýning í íþróttahúsinu og strax á eftir hnefaleikasýning undir
stjorn Þorkels. Eftirtaldir menn komu fram á þessari sýningu: Astvald-
ur Björnsson og Jóhann Sturlaugsson, Sigurður B. Jónsson og Albert
Sanders, Guðmundur Daníelsson og Erich Hiiber. Öll sýningin fór hið
bezta fram, og áhorfendur voru margir.
Haustið 1951 átti Vestri 25 ára afmæli. I því tilefni bauð félagið
sjö hnefaleikamönnum úr Glímufélaginu Armann vestur. Hnefaleika-
deild Ármanns sendi eftirtalda menn: Alfons Guðmundsson, Halldór
Christiansen, Björn Eyþórsson, Stefán Jónsson, Sigurð H. Jóhannsson,
Þorkel Kalla Magnússon og Jóel B. Jakobsson, sem var fararstjóri.
A móti þessum mönnum sendi Vestri þessa: Arnar Jónsson, Guð-
■nund J. Sigurðsson, Karl A. Haraldsson og Erich Húber. Hnefaleikam-
lr fóru fram í Alþýðuhúsinu við sérstaklega góða aðsókn, enda var vel
til sýningarinnar vandað. Ármenningarnir urðu veðurtepptir í þrjá
daga. Þeir fóru því ásamt Guðmundi J. Sigurðssyni og Erich Huber
td Bolungarvíkur og sýndu þar við góða aðsókn. Þennan vetur æfðu
piltarnir undir stjórn Guðmundar J. Sigurðssonar og Arnar Jónssonar,
en Vestri hélt unpi æfingum. Um áramótin bauð Glímufélagið Ármann
Vestra að senda menn á Hnefaleikameistaramót Ármanns, sem haldið
var 14. rnarz 1952 í íþróttahúsi ÍBB að Hálogalandi. Vestri ákvað
a<5 senda fimm menn: Arnar Jónsson, Hörð Bergmann, Sigurð B.
Jónsson, Karl A. Haraldsson, Guðmund J. Sigurðsson og Friðrik Bjama-
s°n, fararstjóra. Guðmundur forfallaðist og komst því ekki með.
Hér endar frásögn Guðmundar. Gaman væri, ef fleiri hnefaleikamenn
utan Reykjavíkur sendu frásagnir til birtingar í Árbók íþróttamanna.
153
L