Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 158
ár voru liðin frá fyrsta Knattspyrnumóti íslands, gengu þeir þátttak-
■endur, sem til náðist, undir fána inn á völlinn ásamt leikmönnum félag-
anna. Setti form. KSI síðan mótið með ávarpi og rakti sögu og gang
mótsins i 40 ár.
Fyrsti leikur mótsins var
Fram 3 — Akranes 5 7/6
„I upphafi var leikurinn þófkenndur og næsta daufur, var sem bæði
liðin væru að kanna getu hvors annars. Það var ekki fyrr en á 11. mín.
leiksins, sem Fram fékk gott tækifæri . . allhátt yfir þverslána . . A
32. mín. skorar Þórður annað mark Ak. með skalla, og á 35. mín. hefja
framherjar Ak. mjög skemmtilega sókn, brjóta alla vörn Fram á bak
aftur með stuttum og öraggum samleik og svo hnitmiðuðum og hröð-
um, að vörn Fram stóð sem límd niður, komust þeir óáreittir inn á
markteig Fram og rak Ríkharður endahnútinn á sókn bessa með snöggu
skoti og skoraði 3. mark Ak. Almennt var búizt við því, að Frammar-
ar mundu herða sig i seinni hálfleik og jafna þá metin. En þó að
þeim hálfleik lyki með sigri Fram 3:2 — þar af 2 mörk úr vítaspym-
um — tókst þeim ekki að komast í verulegan sóknarhug eða sýna þann
þrótt og þol, sem svo oft hefur einkennt Frammara, einkum þó þegar
á móti hefur blásið. Leikur íslandsmeistaranna sýndi, að þeir hafa
fullan hug á að halda titlinum, og var það augljóst, að þeir hafa æft
vel og komu til leiks ákveðnir og einbeittir" (Alþýðublaðið).
KR 2 — Víkingur 0 9/6
„Leikur þessi var af þeirri tegund, að öllum er ef til vill fyrir
beztu, að um hann sé sem allra minnst rætt eða vitað. Hann var 1
flestu tilliti eins og leikir eiga ekki að vera . . Maður undrast, að þarna
hafi verið meistaraflokkslið í sjálfu aðalmóti ársins, Islandsmótinu.
Tímum saman líktist þetta tennis, þar sem menn lokuðu augunum,
bitu á jaxlinn og spörkuðu út í veður og vind. . . tilviljun, ef fyrir bra
tilþrifum til virkrar knattspyrnu. Vonandi hefur hitzt svo á, að allir
hafi átt slæman dag. Reynir Þórðarson úr Víking var sá eini, sem
reyndi að leika vel.“ (ÞjóðvUjinn).
„. . yfirleitt lélega leikinn á báða bóga, þó gerðu Víkingar annað
slagið rétt tilraun til samleiks . . og var það Reynir, sem virðingar-
verðar tilraunir gerði í þá átt, en aðgerðir hans áttu sáralitlu fylgi
156