Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 177
og Völsunga á Húsavík. Sigur úr býtum bar KS og hlaut 5 stig. Þór
hlaut 4 st., KA 3 st. og Völsungar 0 st.
I nóvember fór fram hraðkeppni með þátttöku IMA, Þórs og KA,
og fór Þór með sigur í henni.
A síðasta sumri var fullgerður grasvöllur íþróttasvæðisins, og var
ætlunin að vígja hann með viðhöfn, en tvívegis hamlaði veður, og verð-
ur hann því ekki tekinn í notkun fyrr en 1953.
ísafjörður
Ahugi var mikill fyrir knattspyrnuíþróttinni, og fóru fram kappleik-
ir í öllum aldursflokkum á sumrinu. Eru mörg ár síðan keppt hefur ver-
ið í öllum flokkum, en þann áhuga ber fyrst og fremst að þakka þeim
Hafsteini Guðmundssyni og Axel Andréssyni, sem þjálfuðu á Isafirði,
Hafsteinn í hálfan mánuð og Axel í mánuð.
Þann 2. júní léku Hörður og Vestri leik í sambandi við getraunirn-
ar, og sigraði Hörður með 3:0. Félögin kepptu siðan um Leósbikarinn
14. júní, og bar Hörður sigur úr býtum með 4:0 og vann bikarinn til
eignar.
Knattspyrnufélagið Þróttur úr Reykjavík lék 2 leiki með I. flokki
sínum. Fór sá fyrri fram 21. júní gegn Iþróttabandalaginu, og lykt-
aði honum með sigri þess, 3:2, en daginn eftir sigraði Þróttur með 2:0.
I byrjun júlí fór knattspyrnuflokkur frá Isafirði í keppnisferð til
Siglufjarðar og lék þar 2 leiki gegn Knattspyrnufélagi Siglufjarðar. Fór
sá fvrri fram 4. júlí og lyktaði með sigri Isfirðinga, 3:0, og sá síðari,
sem fram fór daginn eftir, fór á sömu lund.
Um mánaðamótin ágúst—sept. kom blandað lið úr meistara- og I.
flokki KR í heimsókn og lék 2 leiki. Fór sá fyrri fram 30. ágúst og lvkt-
aði með sigri KR, 4:1, en síðari leiknum, sem fram fór 1. sept., lyktaði
með jafntefli, 2:2.
Hörður og Vestri léku í 2. flokki þann 2. sept., og sigraði Vestri með
4:1. Sama dag fór fram kappleikur í 3. flokki, og lyktaði honum með
jafntefli, 3:3, en síðar léku félögin aftur, og sigraði þá Vestri, 4:0.
Mikill áhugi var ríkjandi hjá 4. flokkum félaganna, og fóru fram
nokkrir leikir milli félaganna, aðallega fyrir tilstuðlan þjálfaranna, Haf-
steins og Axels. Þróttur gaf í heimsókn sinni bikar til keppni milli
félaganna í þessum flokki, og lyktaði þeirri keppni með sigri Harðar
með 6:0.
175