Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 89
fram öllu því, sem áður hefur sézt á íþróttamótum. Aðeins 5 Ólympíu-
nret stóðust eldraunina, tvö voru jöfnuð og 17 hnekkt í karlagreinum,
en aðeins eitt Ólympíumet stóð í þeim 9 greinum kvenna, sem keppt
var í, hástökksmetið.
Keppendur bjuggu í þorpi í útjaðri borgarinnar, eins og tiðkazt hef-
ur undanfarið, nema Rússar og nokkrar aðrar Austur-Evrópuþjóðir, sem
njuggu á landskika, sem Rússar eiga skammt frá Helsinki. Var lífið i
þorpinu mjög skemmtilegt, og þar áttu íþróttamenn óliks litarháttar
°g úr ýmsum löndum þess kost að kynnast og bindast vináttuböndum.
Of langt mál yrði að skýra hér frá keppninni í einstökum atrið-
um og verður því að nægja að stikla á stóru og drepa á 6 fyrstu menn
1 hverri grein, auk Islendinganna. Frammistaða Islendinganna var
mönnum hér til nokkurra vonbrigða, og ekki verður því neitað, að
enda þótt ekki væri búizt við verðlaunum, var þó vonað, að okkar
menn mundu sýna svipuð afrek og undanfarin ár. Hefur ýmsu verið
kennt urn, og ekki tjáir að sakast um orðinn hlut. Hitt er rétt, að reyna
verður að hagnýta sér þá reynslu, sem við fengum í þessari Ólvm-
Puiför, svo að tryggt sé, að v.ið brennum okkur ekki aftur á sama soð-
mu. Fararstjóri Ólympíufaranna, Jens Guðbjömsson, segir m. a. svo
1 grein í íþróttablaðinu eftir heimkomuna:
>.Nú þegar leikunum er lokið og heim er komið, koma ýmsar spurn-
mgar í huga manns.
Var gagn af förinni? Já, þó að íþróttamenn vorir ynnu ekki nein
Verðlaun eða stig frekar en 29 aðrar þjóðir, sem leikana sóttu, þá gerðu
þeir sitt bezta.
Við höfum verið óheppnir með frjálsíþróttamenn okkar í vor og
sumar. Margir þeir beztu voru um langan tíma meiddir eða veikir
°g náðu því ekki þeim árangri, sem hefði mátt vænta.
Ymsar þjóðir, sem tóku þátt í leikunum, sendu menn sína heim
strax að aflokinni keppni. Þannig var það með Bandaríkjamenn og
niargar þjóðir aðrar, að eftir að frjálsíþróttakeppninni lauk, fóru íþrótta-
niennirnir í þeim greinum strax frá Helsingfors.
Heyrzt hefur í blöðum hér heima, að við höfum farið of seint til
leikanna.
Eg álít, að þegar ekki er meiri munur á aðstæðum en hér var, hafi
Verið óþarfi að fara fvrr. Þann dag, sem við komum til Helsingfors,
komu 600 íþróttamenn frá 20 öðrum þjóðum, þar á meðal Þjóðverjar.
Aðrar þjóðir komu enn seinna. — Þessa get ég hér upp á seinni tíma
ferðir.
87