Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 217
5. Gunnar Pétursson, Grænagarði við ísafjörð, 21 árs, skíðaganga
18 km. og boðganga.
6. Ivar Stefánsson, Haganesi, Mývatnssveit, 24 ára, skíðaganga
50 km. og boðganga.
7. Jón Kristjánsson, Arnarvatni, Mývatnssveit, 31 árs, skíðaganga
18 km. og 50 km. og boðganga.
8. Matthias Kristjánsson, Litlu-Strönd, Mývatnssveit, 27 ára, skiða-
ganga 50 km.
9. Oddur Pétursson, Grænagarði við Isafjörð, 20 ára, skíðaganga
18 km.
10. Asgeir Eyjólfsson, Reykjavík, 22 ára, stórsvig, brun og svig.
11. Haukur Sigurðsson, Isafirði, 21 árs, stórsvig, brun og svig.
12. Jón Karl Sigurðsson, Isafirði, 19 ára, stórsvig, brun og svig.
13. Stefán Kristjánsson, Reykjavík, 27 ára, stórsvig, brun og svig.
14. Ari Guðmundsson, Siglufirði, er dvaldist við nám í Stokkhólmi,
24 ára, skíðastökk.
Meðalaldur hinna íslenzku keppenda mun hafa verið lægri en hjá
nokkurri annarri þjóð á Vetrarleikunum. Aðeins þeir Asgeir, Jón Karl,
Stefán og Ari höfðu áður keppt erlendis.
Stórsvig: I stórsviginu voru 85 keppendur, þar af voru þrír dæmdir
úr leik. Bezti rástími var 145,0 sek. (Eriksen, Noregur), en hinn lakasti
232,8 sek. Meðaltal allra rástíma var 175,0 sek. — Rástímar íslenzku
keppendanna voru: 51. Haukur Sigurðsson 177,0 sek. 57. Jón Karl Sig-
urðsson 181,5 sek. 63. Ásgeir Eyjólfsson 186,4 sek. 68. Stefán Kristjáns-
son 192,5 sek.
Brun: I bruni voru skráðir 85 keppendur, og luku 72 þeirra leik.
Rástími fyrsta rnanns (Colo, Italia) var 150,8 sek., en tveggja hinna
síðustu 253,5 og 370,8 sek. Meðaltal allra rástima var 183,8 sek. —
Rástímar íslenzku keppendanna voru: 49. Haukur Sigurðsson 186,0 sek.
50. Stefán Kristjánsson 186,1 sek. 52. Ásgeir Eyjólfsson, 188,3 sek. 54.
Jón Karl Sigurðsson 190,1 sek.
18 km. skíðaganga: I göngunni voru 80 keppendur, og komu 75 i
mark. Rástími fyrsta manns (Brenden, Noregur) var 61,34 mín., en
hins siðasta, er kom i mark, 92,39 mín. Meðaltal af öllum rástímum í
leiknum var 71,11 mín. — Árangur íslenzku keppendanna: 32. Gunnar
Pétursson 70,30 min. 40. Ebenezer Þórarinsson 71,10 min. 45. Jón
Kristjánsson 72,35 mín. 55. Oddur Pétursson 73,35 mín.
Svig: Keppendur voru 85, þar af komu 79 í mark í fyrri umferð. Bezti