Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 134
Glímukeppni úti á landi 1952
Glímumót á Akranesi. Hin árlega Skjaldarglíma Akraness var háð
17. júní. Keppendur voru 3 og sigurvegari Gísli Gíslason. Einnig fór
fram keppni um glímubikar drengja. Aðeins tveir drengir tóku þátt
í keppninni. Sigurvegari varð Jón Eiríksson.
Hæfniglima Héraðssambandsins Skarphéðins var háð í Hveragerði
22. marz. Þátttakendur voru 7 frá 4 félögum. Urslit: 1. Guðmundur
Oddsson, Umf. Samhygð, 85 stig; 2. Bjarni Sigurðsson, Umf. Bisk.,
83/2 stig; 3. Hafsteinn Þorvaldsson, Umf. Vöku, 68 stig; 4. Trausti
Olafsson, Umf. Bisk., 63/2 stig; 5. Guðmundur Benediktsson, Umf. Hvöt,
59/2 stig; 6. Hafsteinn Steindórsson, Umf. Samhygð, 52 stig; 7. Gunnar
Ingvarsson, Umf. Bisk., 47/2 stig.
Skjaldarglíma Héraðssambandsins Skarphéðins var háð í Þjórsártúni
22. júní. Þátttakendur voru átta. Urslit urðu þau, að sigurvegari varð
Gunnlaugur Ingason. Vinningar féllu sem hér segir: I. Gunnlaugur
Ingason, UMFH, 7 v.; 2. Einar Sveinbjörnsson, UMFT, 5+2 v.; 3.
Guðmundur Oddsson, UMFS, 5+1 v.; 4. Hafsteinn Steindórsson,
UMFS, 5 v.; 5. Guðni Karlsson, UMFB, 2 v.; 6. Trausti Ólafsson,
UMFB, 2 v.; 7. Aðalsteinn Sigurðsson, UMFÍ, 1 v.; 8. Eiríkur Hall-
grímsson, UMFS, 1 v.
Landsmót UMFI var að Eiðurn þann 6. júlí. Þátttakendur í glímu-
keppninni voru 9. Sigurvegari varð Einar Ingimundarson, UMFK.
Næstur honum að vinningum varð Gunnlaugur Ingason, Umf. Hvöt.
Skýrslu hef ég ekki fengið um þessa glímu, og eru mér því ókunn
úrslit að öðru leyti.
Ólympíuför glímuflokks Ármanns
Glímuflokkur Armanns fór flugleiðis til Helsingfors 17. júlí, en ákveð-
ið hafði verið, að flokkurinn sýndi nokkrum sinnum glímu meðan á
Ólympíuleikunum stæði.
Undirbúning og fyrirgreiðslu hafði aðallega annazt Erik Juuranto,
ræðismaður Islands í Helsingfors, en hann hafði brennandi áhuga fyr-
ir því, að glíman yrði sýnd þar ásamt öðrum þjóðlegum íþróttum í
132