Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 234
aðferð, stúlkur: 1. Þuriður Hjaltadóttir 44,7 sek. — 50 m. frfáls aðferð
drengja: 1. Ragnar Lárusson 42,2 sek. — Alafossverksmiðjan gaf verð-
launabikara til keppni um i þessum sundunr, og var nú keppt um þá í
fyrsta sinn.
Keppni Péturs Kristjánssonar á unglingasundmótinu í Osló
Pétur Kristjánsson úr Armanni fór ásamt þjálfara sínum, Þorsteini
Hjálmarssyni, til Oslóar 15. apríl til þess að keppa á unglingasund-
meistaramóti Norðurlanda, sem haldið var þar 26. og 27. apríl. Viku
áður en sundmótið hófst tók Pétur þátt í stóru sundmóti í Osló, þar sem
samankomnir voru allir beztu sundmenn Norégs. Pétur keppti í 100 m.
skriðsundi karla og sigraði á 1:00,3 min., sem er bezti tími Islendings
erlendis á þessari vegalengd, og til garnans má geta þess, að tíminn
er -4o úr sek. undir norska metinu. Pétur keppti svo á unglingamótinu
27. apríl og varð þriðji í 100 m. skriðsundi, synti á 1:01,9 mín. Sigur-
vegarinn var Olander frá Svíþjóð á 1:00,3 mín. Annar var Ikonen,
Finnlandi, á 1:01,3 mín. og fjórði Krogh, Noregi, á 1:02,5 mín.
I þessari ferð sat Þorsteinn Hjálmarsson sundþing Norðurlanda, sem
háð var í Osló. Voru þar mörg mál til umræðu, og m. a. var ákveðið,
að unglingasundmeistaramót Norðurlanda yrði háð í Reykjavík 1955,
ef íslendingar sæju sér fært að halda það. Samþykkt var einnig að
halda sundþing Norðurlanda í Reykiavík 1954. Þeir Pétur og Þorsteinn
komu heim með Gullfossi 9. maí.
Erlendar sundfréttir
Mjög góður árangur náðist í sundi á Olympíuleikunum í Helsing-
fors s. 1. sumar. Hér fer á eftir skrá yfir Olympíumeistarana í sundi:
KARLAR:
100 m. skriðsund: C. R. Scholes, USA ................ 57,4 sek.
(L undanrás 57,1 sek.*).
400 m. skriðsund: j. Boiteux, Frakklandi........... “4:30,7 mín.
1500 m. skriðsund: F. Konno, USA................... “18:30,0 mín.
100 m. baksund: Y. Oyokawa, USA .................. “1:05,4 mín.
200 m. bringusund: J. G. Davies, Astraliu........... “2:34,4 mín.
4x200 m. skriðsund: USA ............................. “8:31,1 mín.
232