Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 218
rástími var þar 59,2 sek. (Senger, Austurríki), en tveir þeir lökustu
93,5 sek. og 146,9 sek. Meðaltal allra rástíma í fyrri umferð var 72,1
sek. — Rástímar manna okkar í þeirri urnferð voru: 30. Asgeir Eyjólfs-
son 66,4 sek. 40. Jón Karl Sigurðsson 69,3 sek. 46. Stefán Kristjánsson
70,2 sek. Haukur Sigurðsson datt illa og hætti leiknum. Hinum hlekktist
ekki teljandi á. — Eftir fyrri umferð var það ákveðið, að 33 hinir fyrstu
skyldu einnig fara síðari umferð. Ásgeir Eyjólfsson keppti því til úrslita
í sviginu og varð þar nr. 27. Bezti rástími í síðari umferð var 60,5
sek., en Asgeirs tími 69,7 sek. Fyrstur í svigkeppninni var Schneider,
Austurríki, með úrslitarástímann 120,0 sek. en tími Asgeirs varð 136,1
sek.
50 km. skíðaganga: Keppendur voru 36, þar af gáfust þrír upp. Rás-
tími fvrsta manns (Hakulinen, Finnland) var 213,33 mín., en hins síð-
asta 288,47 mín. Meðaltal allra rástíma var 250,01 mín. — Árangur
manna okkar var: 29. Ivar Stefánsson 279,50 mín. 30. Jón Kristjáns-
son 281,32 mín. 33. Matthías Kristjánsson 288,47 mín.
Skíðaboðganga: Þrettán þjóðir sendu sveitir í boðgönguna, en tólf
þeirra komu að marki. Fyrsta sveitin (Finnland) hafði rástímann 140,16
mín., en hin síðasta, er kom í mark (Bandaríkin), 173,28 mín. Islenzka
sveitin varð nr. 11 með rástímann 160,09 mín. I íslenzku sveitinni voru:
Gunnar Pétursson, Ivar Stefánsson, Jón Kristjánsson og Ebenezer Þórar-
insson. Millitímar þeirra voru 40,05 mín. — 40,30 mín. — 39,39 mín. —
39,55 mín.
Skiðastökk: Keppendur voru 44, og 43 luku leik. Sigurvegarinn
(Bergmann, Noregur) stökk 67,5 og 68,0 m. og hlaut 226,0 stig.
Skemmstu stökklengdir voru 56,5 og 55,0 m., og lökust útkoma þeirra,
er luku leik, 142,5 stig. Meðaltal allra stiga var 194,6. — Ari Guð-
mundsson hlaut 183,0 stig og varð hinn 35. í röðinni. Fyrra stökk hans
var misheppnað. Hann spyrnti of fljótt og féll of langt fram fyrst í
svifinu, en tókst þó að ná jafnvægi í síðasta hluta svifsins og lenda vel.
Stökklengd 60,0 m. og stíleinkunnir, sem til útreiknings komu, 14,5
— 12,5 — 12,0. Síðara stökkið var gott. Stökklengd 59,0 m., stíleinkunn-
ir 15,5 - 14,5 - 15,0. '
Holmenkollenmót 1952
Svig og brun fór frarn í Voss, en gangan í Osló.
Stórsvig: 14. Haukur Sigurðsson. 21. Jón Karl Sigurðsson. 26. Asgeir
Eyjólfsson. 34. Stefán Kristjánsson. — Brun: 28. Haukur Sigurðsson.
216