Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 164
hinu nýja fyrirkomulagi KSÍ og skipta liðunum í riðla. í A-riðli bar
Fram sigur úr býtum, en Þróttur í B-riðli. Léku þau síðan til úrslita
í mótinu 11. júlí á íþróttavellinum, og bar Fram sigur úr býtum með
2:1 eftir framlengdan leik, en eftir fullan leiktíma stóðu leikar 1:1.
Einstakir leikir fóru þannig:
A-RIÐILL:
Fram Valur Vík. ÍBH Mrk
Fram . . - . X 1:0 7:3 1:0 9:3 6 st.
Valur .... 0:1 X 8:1 9:2 17:4 4 -
Víkingur . .. . . . . . 3:7 1:8 X 1:0 5:15 2 -
ÍBH .... 0:1 2:9 0:1 X 2:11 0 -
B-RIÐILL:
Þróttur KR ÍBS Mrk
Þróttur X 4:2 3:1 7:3 4 st.
KR 2:4 X 4:3 6:7 2 -
Suðurnes 1:3 3:4 X 4:7 0 -
Eftir vonnót I. flokks voru allar líkur til þess, að baráttan mundi
standa milli KR og Vals, sem leikið höfðu 3 úrslitaleiki í því móti til
þess að skera úr um sigurvegara þess. En hið óvænta gerðist, Valur
beið lægri hlut fyrir Fram í fvrsta leik sínum í mótinu, en hann fór
frarn aðeins 4 dögum eftir síðasta leik þess í vormótinu, og í svo smárri
keppni sem þessum riðlurn getur það algerlega gert út um mótið. Þrátt
fyrir fjarveru ýmissa góðra leikmanna hjá Þrótti, bar hið unga félag
sigur úr býtum í B-riðli með talsverðum yfirburðum, en í úrslitum
gegn Frarn varð það að lúta í lægra haldi í framlengingu.
Hafnfirðingar sendu nú lið á þetta mót í 3. sinn í röð, en þótt ein-
kennilegt sé, virðist liðið litlum framförum taka. Lið af Suðumesjum
tók nú í fyrsta sinn þátt í þessu móti. Það hafði mjög góð tök á leik
sínum, lék skipulega, eins og bezt sést á því, að það hafði yfir gegn
KR, fyrst 2:0, síðan 3:2, þar til 10 mín. voru eftir. Með góðri þjálfun
og keppnisreynslu verður þess án efa ekki langt að bíða, að Suður-
nesjamenn feti í fótspor Skagamanna og vinni sér þátttökurétt í íslands-
mótinu.
Fram sigraði í 6. sinn í landsmóti I. flokks, en KR hefur sigrað i
13 mótum, Valur í 7, Hörður (ísaf.) 1, Knattspyrnufélag Hafnarfjarð-
ar 1 og Þór (Akureyri) 1.
162