Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 45
um skyldi óheimil þátttaka til keppni á vegum FRÍ um nánar ákveð-
’nn tíma, en þriðja þátttakandanum var veitt áminning.
Ný aldursákvæði: Samkvæmt tillögu Dómara- og laganefndar FRI,
samþykkt ársþings FIRR og til samræmingar við aldursákvæði meiri
Uuta Norðurlandaþjóðanna, staðfesti stjóm FRÍ vorið 1952 aldurstak-
mörk, og em þau sem hér segir:
1. aldursflokkur (fullorðnir menn): Frá og með því almanaksári, er
þeir verða 21 árs.
2. aldursflokkur (unglingar): Frá og með því almanaksári, er þeir
verða 19 ára, og fram til þess árs og að því meðtöldu, er þeir verða
20 ára. Þyngd kastáhalda sú sama og hjá fullorðnum, að sleggju undan-
skilinni, er skal vega 6 kg. Hæð grinda í 110 m. grindahlaupi 1,06 m.
3. aldursflokkur (drengir): Frá og með því almanaksári, er þeir verða
17 ára, og fram til þess árs og að því meðtöldu, er þeir verða 18 ára.
Þvngd kastáhalda sú sama og verið hefur hjá drengjum: Kúla 5,5
kg., kringla 1,5 kg., spjót 600 g. og sleggja (ef notuð er) 6 kg. Hæð
grinda í 110 m. grindahlaupi 91,4 cm.
4. aldursflokkur (sveinar): Frá og með því almanaksári, er þeir verða
14 ára, og fram til þess árs og að því meðtöldu, er þeir verða 16
ura. Þyngd kastáhalda sú sama og hjá konum: Kúla 4 kg. og kringla
1 kg. Hæð grinda í 80 m. grindahlaupi 76,2 cm.
Jafnframt ákvað stjóm FRI að halda framvegis meistarakeppni fyrir
drengi 17—18 ára og ákvað eftirfarandi keppnisgreinar í því sambandi:
80 nr. hlaup, 300 m. hlaup, 1000 m. hlaup, 110 m. grindahlaup (91,4
Clv*.), hástökk, langstökk, stangarstökk, kúluvarp (5,5 kg.), kringlukast
(1,5 kg.), spjótkast (600 g.) og 4x100 m. boðhlaup. Fór keppni þessi
fram í fyrsta skipti árið 1952 í Hafnarfirði, 4.-5. september.
Ársþing Frjálsíþróttasambands íslands 1952
Fimmta ársþing FRÍ var haldið í félagsheimili Knattspymufélags
Feykjavíkur dagana 8. og 9. nóv. 1952. Formaður stjórnarinnar, Garð-
ar S. Gíslason, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. I
uPphafi máls síns bað hann fulltrúa að rísa úr sætum sínum í virðingar-
skyni við hinn látna forseta íslands, verndara íþróttahreyfingarinnar. —
Síðan var gengið til dagskrár. 1. þingforseti var kjörinn samhljóða Jens
Guðbjörnsson, Reykjavík, 2. þingforseti Guttormur Sigurbjörnsson, ísa-
fuði, 1. þingritari Gunnar Vagnsson, 2. þingritari Bragi Friðriksson,
báðir úr Reykjavík.
43