Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 20
Eftir athugun á skýrslum fararstjóra og flokksstjóra Ólympíufaranna,
sem töldu þrjá menn seka um agabrot o. fl., samþykkti framkvæmda-
stjórnin á fundi sínum 10. nóv. 1952 að kæra þessa þrjá menn, svo
og ef svo færi rannsókn málsins, að fleiri reyndust sekir, voru þeir einnig
kærðir til refsingar.
Héraðsdómstól Iþróttabandalags Reykjavíkur var falið að taka málið
til meðferðar. Sá dómstóll hefur ekkert gert í málinu, þar sem hann
hefur verið óstarfhæfur, því að eigi hefur verið hægt að ná honum
saman fullskipuðum, þar sem margir dómendur hafa vikið úr dómi
vegna tengsla sinna við félög hinna ákærðu eða við ákærendur.
Er ekki þess að vænta, að neitt gerist nýtt í þessu máli fyrr en hér-
aðsdómurinn verður endurskinaður, sem væntanlega verður gert á árs-
þingi Iþróttabandalags Reykjavíkur í febr.—marz 1953.
Axel Andrésson, sendikennari ÍSÍ
Axel Andrésson, sendikennari ISI, hafði á hendi kennslu knattspymu
og handknattleiks víðs vegar um landið á vegum ÍSI og fræðslumála-
skrifstofunnar.
Vinsældir Axels í því starfi eru slíkar, að ógerningur hefur verið
að verða við óskum allra þeirra íþróttafélaga, er óskað hafa kennslu
hans, og fjöldi þakkarbréfa hefur borizt frá þeim félögum, sem Axel
hefur verið hjá.
Kennsla Axels hefur verið þannig:
Arið 1951 voru kennslustaðir 9, starfsdagar 217 og nemendur vom:
Konur 459. Karlar 673. Samtals 1132.
Árið 1952 voru kennslustaðir 9, starfsdagar 250 og nemendur voru:
Konur 366. Karlar 626. Samtals 992.
Starfandi nefndir innan ÍSÍ
Olympíunefnd
Á sambandsráðsfundi 3. nóv. 1951 var sú breyting gerð á skipun
Ólympíunefndar, að fjölgað var í henni um þrjá menn, og er hún
þá skipuð þessum mönnum:
Benedikt G. Waage, formaður, Helgi H. Eiríksson, varaformaður,
18