Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 171
af slðari hálfleik, liöfðu þeir bætt 2 mörkum við, 5:1, en nokkrum
augnablikum síðar skorar Sveinn Helgason eftir aukaspyrnu.
Þriðji leikurinn var gegn úrvalsliði Reykjavíkurfélaganna, og beið
það lægri hlut með 2:3. I fyrri hálfleiknum hafði þýzka liðið mikla
yfirburði og skoraði 3 mörk, en Reykjavík 1, og skoraði Lárus Hall-
björnsson það. Síðari hálfleikurinn var jafnari og tókst Steinari Þorsteins-
syni að skora, og lyktaði leiknum þannig með 2:3 fyrir Þjóðverjana.
Urvalið var þannig skipað: Magnús Jónsson (Fram) — Karl Guðmunds-
son (Fram), Guðmundur Guðmundsson (Fram) — Gunnar Sigurjónsson
(Val), Haukur Bjarnason (Fram), Steinar Þorsteinsson (KR) — Lárus
Hallbjörnsson (Fram), Guðmundur Jónsson (Fram), Hörður Oskarsson
(KR), Eyjólfur Eyfells (Val), Ólafur Hannesson (KR). Ólafur varð að
hverfa út af í fyrri hálfleik, og kom Gunnar Gunnarsson (Val) inn á í
hans stað.
Fjórði og síðasti leikur heimsóknarinnar var gegn Islandsmeisturun-
um, Akurnesingum, sem komu gersamlega á óvart með léttum og leik-
andi leik, og svo miklir voru yfirburðir þeirra, að aldrei hefur erlent
lið verið leikið eins saman og sundur hér og i þetta sinn. Akurnesing-
ar voru nýkomnir úr ferð urn Noreg og Danmörku, og var því mikiU
almennur áhugi fyrir leik þessum. Voru áhorfendur um 5000, enda veð-
ur fagurt. Akurnesingar tóku strax upn mikinn hraða, sem kom alveg
flatt upp á Þjóðverjana, og eftir 10 mín. skorar Ríkharður Jónsson.
Aðeins 3 mín. síðar skora þeir annað mark til eftir snögga sókn, og
skoraði Halldór Sigurbjörnsson. Er liðið var nokkuð á leikinn, kepptu
Rikharður og markvörður Þjóðverjanna um knöttinn á móts við víta-
spyrnumarkið. Skallaði Ríkharður knöttinn yfir Þjóðverjann, og rann
hann að opnu markinu. Kom þá fyrir atvik, sem miklum deilum olli.
Þýzkur ljósmyndari kom þá inn á völlinn og „bjargaði“ á marklínunni.
Urskurður á þessu athæfi hans kom ekki til, bví að dómari fann eitt-
hvað athugavert við leik Ríkharðs og dæmdi aukaspyrnu á hann. Þeg-
ar 5 min. voru til hlés skoraði Þórður Þórðarson 3. markið með föstu
og óverjandi skoti. Strax eftir hlé hófu Akurnesingar leik, og áður en
nokkur Þjóðverji fær tækifæri til þess að snerta knöttinn, sendir Þórður
knöttinn í netið með föstu skoti af markteig. Þegar 5 min. voru eftir,
skoraði Þórður 5. og siðasta mark leiksins.
I fyrstu leikjunum, og einkum þeim fyrsta, voru þýzku leikmennirn-
ir mjög „sympatiskir“ á velli, en i þessum leik fór nrúðmennskan veg
allrar veraldar. Létu þeir þá ýmislegt koma fram, sem hér er með öllu
oþekkt, en óþarft er hér upp að telja. Þegar bezt lét, lék liðið megin-
169