Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 50
Frjálsíþróttamótin í Reykjavík
Innanhússmót
Allmörg innanhússmót voru haldin um vorið. KR reið á vaðið með
mót í Iþróttahúsi háskólans 18. febrúar. Af úrslitum má nefna: Kúlu-
varp: Örn Clausen, ÍR, 13,97 m.; Friðrik Guðmundsson, KR, 13,79 m.;
Þorsteinn Löve, KR, 13,03 m. (Varpað var leðurkúlu, fylltri höglum.) —
Hástökk: Jafet Sigurðsson, KR, 1,70 m.; Daníel Ingvarsson, A, 1,65 m.;
Birgir Helgason, KR, 1,65 m. — Langstökk án atrennu: Baldur Jóns-
son, Þór, Ak., 3,13 m.; Svavar Helgason, KR, 3,09 m.; Guðjón Guð-
mundsson, A, 3,06.
Hinn 8. marz stóð Ipróttafélag stúdenta fyrir innanhússmóti í til-
efni af 25 ára afmæli félagsins. Helztu úrslit urðu: Kúluvarp: Bragi
Friðriksson, H. (KR), 14,01 m.; Friðrik Guðmundsson, KR, 13,94 m.;
Örn Clausen, H. (ÍR), 13,39 m. (Varpað var leðurkúlu.)
Skólamót Iþróttasambands framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni
(ÍFRN) var haldið í Iþróttahúsi háskólans laugardaginn 15. marz.
Keppt var í tveimur aldursflokkum karla og einum flokki kvenna, og
urðu úrslit þau, að í A-flokki sigraði Háskólinn með 44 stigum, en
Kennaraskólinn varð næstur með 23 stig. 1 B-flokki sigraði Mennta-
skólinn með 53 stigum. Kennaraskólinn hlaut 16. I kvennaflokki sigr-
aði Verzlunarskólinn, lilaut 15 stig, en Gagnfræðaskóli Austurbæjar 8.
Af einstökum afrekum má nefna afrek Svavars Helgasonar, K. (KR),
í langstökki án atrennu, 3,16, sem er nýtt ísl. met; næstur varð Baldur
Jónsson, H. (Þór, Ak.), með 3,14 m.; Guðjón Guðmundsson, H. (A),
stökk 3,08 m. og Skúli Thorarensen, Samv. (FH), 3,07 m. — Örn Clau-
sen, H, (IR), sigraði í kúluvarpi með 13,83 m. (leðurkúla); Sigurður
Júlíusson, H. (FH), varpaði 13,38 m. og Skúli Thorarensen, Samv.
(FH), 13,10 m. — Þá stökk Hörður Haraldsson, H. (Á), 1,50 m. í
hástökki án atrennu, en Svavar Helgason, K. (KR), 1,45 m., og sami
maður vann þrístökk án atrennu með 9,18 m.
Fyrsta meistaramót Islands í atrennulausum stökkum var haldið í
Iþróttahúsi háskólans sunnudaginn 30. marz. Urslit urðu þessi: Hástökk
án atrennu: 1. Gylfi Gunnarsson, Umf. R, 1,52 m. (nýtt ísl. met); 2.
Skúli Guðmundsson, KR, 1,48 m.; 3. Daníel Ingvarsson, Á, 1,48 m.;
48