Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 27
var sett fyrir þessari keppni. — Keppnin fór fram á tímanum 8. júlí
til 19. ágúst. En framkvæmdastjórn ISI fékk keppnistímanum breytt
varðandi Island, og fór keppnin fram hér á tímabilinu 20. maí til
10. júlí.
Framkvæmdastjórn ISI skipaði sérstaka þriggja manna nefnd til að
undirbúa sundkeppnina. I nefndinni áttu sæti: Erlingur Pálsson, for-
maður, Þorsteinn Einarsson og Þorgeir Sveinbjamarson. Nefndin skipti
síðan með sér verkum, og var Þorsteinn Einarsson framkvæmda-
stjori nefndarinnar, og hvíldi á herðum hans meginþungi framkvæmd-
anna.
Síðan skipaði framkvæmdastjórn ISI sérstaka landsnefnd. I lands-
nefndinni áttu sæti fulltrúar frá ýmsum félagasamtökum og fleiri aðil-
um. Formaður landsnefndar var kjörinn menntamálaráðherra, Björn
Olafsson, en undirbúningsnefndinni falið að hafa framkvæmdir með
liöndum.
Norræna sundsambandið ákvað að leggja eftirtaldar tölur til gmnd-
vallar keppninni:
Svíþjóð: íbúafjöldi 7 millj. Möguleg þátttaka 150.000. 2,1%. Jöfnunar-
tala 30. — Finnland: íbúafjöldi 4 millj. Möguleg þátttaka 105.000. 2,6%.
Jöfnunartala 21. — Danmörk: íbúafjöldi 4,2 millj. Möguleg þátttaka
40.000. 1,8%. Jöfnunartala 8. — Noregur: íbúafjöldi 3,2 millj. Möguleg
þátttaka 35.000. 1,1%. Jöfnunartala 7. — ísland: íbúafjöldi 0,134 millj.
Möguleg þátttaka 10.000. 7%. Jöfnunartala 2.
Þátttaka þjóðanna varð sem hér segir:
ísland: 36037 þátttakendur = 540555 stig. — Finnland: 176312 þátt-
takendur = 251874 st. — Danmörk: 50249 þátttakendur = 189345 st.
- Noregur: 32004 þátttakendur = 137160 st. - Svíþjóð: 128035 þátt-
takendur = 128035 stig. — ísland 25%, Finnland, 6%, Danmörk 2,5%,
Noregur 1%, Sviþjóð 2%.
Samkvæmt þessu hlaut Island glæsilegan sigur og vann þar með bikar
þann, sem Hákon Noregskonungur gaf til samnorrænu sundkeppninnar.
Styrkúthlutanir
KENNSLUSTYRKIR.
Þegar íþróttaþing var haldið 1951 var búið að úthluta kennslu-
styrkjum fyrir það ár, svo þeirrar úthlutunar verður eigi getið hér.
25