Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 178
Reykjavík
Alls fóru fram 16 knattspyrnumót í Reykjavík á sumrinu, og þ. á m.
öll landsmótin 4. Eins og árið áður fóru einnig fram Reykjavíkurmót í
B-riðlum III. og IV. flokks.
Erlend lið komu 2 og háðu hér 9 leiki, og var það 3 færra en ár-
ið áður, en þá komu 3 lið. Tvö félaganna héldu utan í keppnisferðir
og fóru bæði til Færeyja, Víkingur í júlí og Valur í ágúst.
Þær breytingar urðu á starfsreglum Knattspyrnuráðsins, að aðalfund-
ur þess verður framvegis haldinn í október, og voru því haldnir 2
aðalfundir á árinu. Sá fyrri var haldinn í febrúar, og var þá m. a.
komið á sérstökum dómstól ráðsins. Stjómin var endurskipuð: Sveinn
Zoéga (Val), form., Ari Jónsson (Þr.), Haraldur Guðmundsson (KR),
Olafur Halldórsson (Fram), Olafur Jónsson (Vík.).
Síðari fundurinn var haldinn í okt., og vom þá samþykktar breyt-
ingar á reglunum um skiptingu milli meistaraflokks og I. flokks og
samþykkt að athuga möguleika á að koma á deild 8 liða við Faxa-
flóa með þátttöku 5 liða úr Reykjavík, I. flokks Akurnesinga og liða
Iþróttabandalaganna í Hafnarfirði og á Suðurnesjum. Stjórn ráðsins
skipa til okt. 1953: Olafur Jónsson (Vík.), form., Ari Jónsson (Þr.),
Haraldur Gíslason (KR), Ólafur Halldórsson (Fram) og Sveinn Zoéga
(Val).
A árinu var ekkert námskeið fyrir dómara haldið, og fækkaði þeim
því frekar en fjölgaði. Form. KDR var Þorlákur Þórðarson.
REYKJAVÍKURMÓTIÐ
hófst 11. ágúst og stóð yfir til 19. s. m. Leikið var í einfaldri um-
ferð, og fóru leikar svo, að Valur bar sigur úr býtum annað árið í
röð. Lið Vals var mjög áberandi bezta lið mótsins og sigraði alla and-
stæðinga sína með miklum yfirburðum. I leiknum gegn Fram stóðu
leikar 0:0, þar til töluvert var liðið á síðari hálfleik, en þá tók að
liggja mjög á Fram, og skoruðu Valsmenn 3 mörk á skömmum tima.
I leiknum gegn KR hafði það verulega yfirburði, því að það var ætíð
hættulegra í marktækifærum, en úti á vellinum var KR ekki langt á
eftir. En gæfumuninn gerði, að þegar upphlaup Vals voru komin
af stað, var erfitt að hafa hemil á beim. I fyrri hálfleik skoraði Valur
3 mörk, en í þeim siðari 2, en KR 1. Mestir voru yfirburðir Vals í
176