Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 44
Met voru staðfest 6 á árinu, 4 karla og 2 kvenna, en 6 önnur afrek,
sem jöfn voru eða betri gildandi metum, hafa enn ekki verið afgreidd,
þar sem skýrslur bárust ekki um þau fyrr en seint og síðar meir.
Skipti við útlönd voru þetta ár minni en áður, þar sem allt varðandi
Ólympíuförina var að sjálfsögðu í höndum Ólympíunefndar. Ekki tók-
ust samningar urn landskeppni við Norðmenn, en rætt var við aðrar
þjóðir, m. a. Belgi, og verður þvi máli haldið vakandi í framtíðinni.
Boð bárust víða að erlendis um, að Islendingar tækju þátt í móturn
þar.
Þing IAAF (Álþjóðasambands frjálsíþróttamanna) var haldið í Helsinki
í sambandi við Ólympíuleikana dagana 18., 28. og 29. júlí 1952.
Af hálfu FRÍ sátu þingið sem aðalfulltrúar: Garðar S. Gíslason,
Brynjólfur Ingólfsson og Jóhann Bernhard. Enn frernur sátu þeir Bragi
Kristjánsson og Björn Björnsson þingið sem varafulltrúar.
Voru á þinginu m. a. ræddar nokkrar breytingartillögur íslendinga
á alþjóðareglum. Var tiUögunum vel tekið og 2 þeirra sendar, ásamt
fleiri slíkum, milliþinganefnd til athugunar.
Nýjar leikreglur: 1951 gaf Alþjóðafrjálsíþróttasambandið (IAAF) út
nvja útgáfu af alþjóðaleikreglum. Var helztu breytinga þeirra getið í
handbók FRÍ 1951, en auk þess flutti varaform. FRÍ erindi um þessar
breytingar á aðalfundi Frjálsíþróttadómarafélags Reykjavíkur 24. febr.
1952.
A síðasta þingi IAAF voru enn gerðar nokkrar breytingar á alþjóða-
Ieikreglum, og munu þær verða sendar stjórn FRÍ á næstunni. Mun
þvi ekki verða hafizt handa um útgáfu á nvjum íslenzkum leikreglum
fyrr en þær hafa borizt.
Ólympíuförin: Utanfarir voru á árinu færri en undanfarin ár, bæði
sakir Ólympíuleikanna og einnig af fjárþröng sambandsins og aðila þess.
Stjórn FRÍ mælti fyrir sitt leyti með 10 mönnum til Ólympíufarar,
og féllst Ólympíunefnd á að senda umrædda menn. Flokksstjóri var af
stjórn FRÍ kjörinn Garðar S. Gíslason, form. FRÍ. Auk Garðars fór
Benedikt Jakobsson landsþjálfari með flokknum.
I sambandi við samþykkt síðasta ársþings FRÍ samdi stjórnin (Dóm-
ara- og laganefnd) allýtarlegar reglur um hegðun og skyldur íþrótta-
flokka á vegum FRÍ. Þessar reglur undirrituðu allir Ólympíufarar á
vegum FRÍ s. 1. sumar. Að fenginni skýrslu flokksstjóra fararinnar taldi
meiri liluti stjómarinnar, að tveir íþróttamannanna hefðu brotið regl-
urnar í það verulegum atriðum, að ekki vrði látið óátalið, og samþykkti
stjórnin því á fundi sínum hinn 17. ágúst 1952, að umræddum mönn-
42