Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 24
Árangur þess er sá, að ákveðið er, að norskur skautaþjálfari og
danskur badmintonþjálfari komi hingað í febr. 1953.
Dómaranámskeið
Á vegum ISI og Handknattleiksráðs Reykjavíkur var dómaranámskeið
í handknattleik haldið í Reykjavík 10.—15. sept. 1951. Námskeiðinu
veittu forstöðu Sigurður Magnússon og Hafsteinn Guðmundsson og
stóðust 18 próf.
Framkvæmdastjórnin samþykkti á fundi sínum 18. febr. 1952 að
verða við þeim tilmælum Glímuráðs Reykjavíkur að koma á glímu-
dómaranámskeiði og fól Glímuráðinu að sjá um framkvæmdir. Nám-
skeiðið var eigi haldið á árinu 1952, eins og upphaflega var ætlazt
til, heldur frestað td jan,—febr. 1953.
I tilefni þess, að engir menn höfðu viðurkennd réttindi frá ISI til
að dæma körfuknattleik, sem ryður sér nú mjög til rúms, og orðið hef-
ur að notast við erlenda menn á kappleikjum í þessari íþróttagrein,
samþykkti framkvæmdastjórnin að halda dómaranámskeið í körfuknatt-
leik, og var Þórir Þorgeirsson íþróttakennari á Laugarvatni og Sig-
ríður Valgeirsdóttir fengin til þess að veita því forstöðu. Var nám-
skeiðið auglýst fyrir konur og karla, en svo fáar konur tilkynntu þátt-
töku sína, að hætta varð við að hafa það fyrir aðra en karla, og varð
því Þórir einn um forstöðu þess.
Námskeiðið stóð vfir 5,—12. okt. 1952. Voru nemendur 6 víða að
af landinu. Stóðust þeir allir próf og fengu landsdómararéttindi í körfu-
knattleik. Auk þess fengu nokkrir aðrir slík réttindi, þar sem þeir höfðu
lokið svipuðu prófi við Iþróttaskólann á Laugarvatni, og tvö höfðu
lokið sérprófi í þessari íþrótt í Bandaríkjunum.
Dómarar
Framkvæmdastjórnin hefur staðfest réttindi þessara dómara:
Landsdómarar í badminton:
Búsettir í Reykjavik: Wagner Walbom, Komáð Gíslason, Páll Andrés-
son, Magnús Davíðsson, Friðrik Sigurbjömsson, Guðjón Einarsson, Jón
Jóhannesson, Unnur Briem, Júlíana Isebarn, Þorvaldur Ásgeirsson,
Brandur Brynjólfsson, Einar Jónsson, Einar Ingvarsson, Einar Ásgeirs-
son, Erlendur Einarsson, Sveinn Zoéga og Sigurður Steinsson.
22