Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 18
nefnd. Sáu Þorsteinn Einarsson og Hermann Guðmundsson um útgáfu
þeirra.
Svo sem áður er sagt, er fjárhagur blaðsins mjög slæmur og því allt
í óvissu um rekstur þess. Gert verður þó allt, sem hægt er, til þess
að halda blaðinu áfram, þar sem reynslan hefur sýnt, að íþróttahreyf-
ingunni er nauðsynlegt að eiga og gefa út málgagn.
Viðskiptin við útlönd
Mikil viðskipti hafa átt sér stað við útlönd og þá sérstaklega Norður-
löndin. Islenzkir flokkar íþróttamanna hafa farið utan og erlendir flokk-
ar íþróttamanna komið til landsins. Verður hér aðeins getið um utan-
farir íþróttaflokka og heimsóknir erlendra flokka, er snerta þær greinar,
sem ISI er sérsamband fyrir, þar sem í skýrslum sérsambandanna eru
nákvæmar skýrslur um utanfarir og heimsóknir á þeirra vegum.
16. júní 1951 var 10 manna flokki glímumanna úr Knattspyrnu-
félagi Reykjavíkur leyft að fara til Færeyja á Olafsvökuna. Farar-
stjóri var Þorsteinn Kristjánsson.
1 júlí 1952 var flokki glímumanna úr Glímufélaginu Armann leyft
að fara til Finnlands. Fararstjóri var Þorgils Guðmundsson.
I des. 1951 var hér á ferðinni körfuknattleikslið frá háskólum í Banda-
ríkjunum. Var nokkrum íþróttafélögum gefið leyfi til að keppa við það.
A fundi framkvæmdastjórnarinnar 3. sept. 1951 var forseta ISI, sem
þá var á förurn á ráðstefnu íþróttasambanda Norðurlanda, er haldin
var í Noregi, falið að bjóða íþróttasamböndunum að halda næstu ráð-
stefnu sína á Islandi, sumarið 1952. Var boði þessu tekið.
A ráðstefnu þessari mætti auk Ben. G. Waage Jens Guðbjömsson.
Framkvæmdastjórnin hóf undirbúning að þessari norrænu ráðstefnu,
og var ákveðið, að hún yrði haldin 25,—30. ágúst 1952. En henni var
frestað vegna eindreginna tilmæla þar um frá hinum íþróttasambönd-
unum, sem töldu, að vegna Olympíuleikanna það sumar í Helsingfors
væri óheppilegt að halda hana fyrr en sumarið 1953. Er nú ákveðið,
að hún verði haldin í júlí—ágúst þ. á.
5.-8. ágúst 1952 sótti Benedikt G. Waage ráðstefnu um líkams-
rækt, er haldin var í Vieromáke í Finnlandi. I sömu ferð sat Benedikt
þing Alþjóðasundsambandsins og rnætti á fundum Alþjóðaólympiu-
nefndarinnar, sem hann er meðlimur í.
Þá sat hann einnig fundi sömu nefndar í Osló í sambandi við
Vetrarólympíuleikana þar í febr. 1952.
16