Árbók íþróttamanna - 01.12.1953, Blaðsíða 43
FRJALSAR IÞROTTIR
EFTIR BRYNJÓLF INGÓLFSSON
Frjálsíþróttasamband íslands
I stjórn sambandsins haustið 1951 voru kjömir: Garðar S. Gislason,
Hafnarfirði, formaður, varaformaður Jóhann Bernhard, ritari Bragi
Hristjánsson, gjaldkeri Gunnar Vagnsson og fundaritari Brynjólfur Ing-
olfsson. Vegna hreytinga á þingtíma, sem ákveðinn var á ársþingi 1951,
Ví>rð starfstíminn að þessu sinni rúmlega 14 mánuðir. Hélt stjórnin
h8 bókaða fundi á tímabilinu.
A vegum stjórnarinnar störfuðu tvær fastanefndir: Dómara- og laga-
nefnd (form. Jóhann Bernhard, Brynjólfur Ingólfsson og Skúli Guð-
tnundsson) hélt 10 fundi og afgreiddi mörg mál, lauk m. a. flokkun
dómara um allt land og samdi tillögur um ný aldursákvæði drengja.
Vtbreiðslunefnd (form. Garðar S. Gislason, Bragi Kristjánsson og Stefán
Sörensson) vann að útbreiðslustarfsemi á vegum FRÍ, m. a. stóð hún
fyrir gluggasýningu, sá um ritlán kvikmynda sambandsins, hélt op-
lnni lesstofu vikulega vetrarmánuðina og aðstoðaði við keppni far-
"tanna á kaupskipum Norðurlandaþjóðanna.
Samstarfið við aðila sambandsins var, eins og áður, ekki nægilega
naið. Þó má geta þess, að skýrslur eru nú farnar að berast betur en
aður, þótt enn skorti mikið á, að viðunandi sé. Voru á síðasta árs-
b'ngi samþykktar ýmsar ályktanir, sem rniða að því að ráða bót á
þessu.
Keppni Reykvíkinga og utanbæjarmanna var tekin á dagskrá Afmælis-
mots ISI fyrir forgöngu stjórnarmeðlima FRI. Var keppni þessi mjög
skemmtileg, og er hér fundið viðráðanlegt viðfangsefni, sem ætti að
nokkru leyti að geta komið í stað milliríkjakeppna, sem alltaf hljóta
að verða okkur fjárhagslega óhagstæðar. Hefur núverandi stjórn FRÍ
ákveðið að beita sér fyrir, að sams konar keppni verði haldin í Reykja-
vík aftur á komandi sumri.
41